Oddeyri Saga hús og fólk

BÓKARKYNNING: Það er mér sönn ánægja að tilkynna að bókin Oddeyri Saga hús og fólk, samstarfsverkefni Kristínar Aðalsteinsdóttur og Arnórs Blika Hallmundssonar er komin út! 

Kristín sendi frá sér árið 2017 bókina Innbær hús og fólk þar sem hún fór hús úr húsi í Innbænum, elsta hverfi Akureyrar og birti myndir af húsum þar og tók viðtöl sem fólk sem þar bjó á þeim tíma. Sú bók löngu uppseld.

Gæti verið mynd af texti

Oddeyri saga hús og fólk er af svipuðum toga en þar bætast við söguágrip húsanna, sem síðuhafi á heiðurinn af. (Þeim sem gaman hafa að lestri þessarar síðu gefst hér tækifæri, að lesa skrif síðuhafa á bókarformi). Í bókinni eru um 55 viðtöl og að auki fjallað um söguágrip 24 húsa. Alls er þannig fjallað um 79 hús í öðrum elsta hluta Akureyrar. Viðmælendur völdum við af handahófi og hópur viðmælenda afar fjölbreyttur, fólk sem búið hefur á Oddeyri allan sinn aldur, aðrir aðeins örfáa mánuði, fólk á öllum aldri og ýmsum uppruna, sem á það eitt sameiginlegt að eiga dásamleg heimili á Oddeyri og þykja sérlega vænt um sitt nærumhverfi. Í söguköflunum má finna ýmislegt sem komið hefur upp úr heimildagrúski síðuhafa, margt hvert mjög áhugavert m.a. af húsum á faraldsfæti, sérstæðum númerakerfi auk ýmiss fólks, sem hefur manninn á Oddeyri sl. hálfa aðra öldina eða svo. 

Á Oddeyrinni eru margar perlur og þar drýpur sagan af hverju strái. Það hefur hins vegar borið á því, að hún njóti e.t.v. ekki sannmælis og heyrst hafa þær raddir, að þar séu bara "kofar" og þar ætti nú bara að ráðast í stórfellt niðurrif og helst reisa nýmóðins skýjakljúfa! Sem betur fer eru þær raddir ekki margar eða háværar. Það er svo sannarlega von okkar höfunda, að þetta verkefni okkar verði framtak í þá átt, að hefja Oddeyrina til þess vegs og virðingar sem bæjarhlutinn á svo sannarlega skilið! 

 

Kristínu Aðalsteinsdóttur er ég ævinlega og ævarandi þakklátur fyrir að hafa boðið mér þátttöku í þessu stórkostlega verkefni; þetta hefur verið yndislegt samstarf á allan hátt! 

 

Þess má geta, að bókin er til sölu hjá okkur höfundum fyrst um sinn en kemur væntanlega í bókabúðir á næstu vikum. Beint frá höfundum kostar bókin 7000 kr. og hægt að panta hér í athugasemdum, á hallmundsson@gmail.com eða adalsteinsdottir@gmail.com og við erum auk þess bæði á Facebook! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil gjarnan eignast þessa bók þegar hún kemur út.

Guðmundur Magnússon (IP-tala skráð) 31.7.2023 kl. 12:57

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæll Guðmundur. Hún er komin út, á aðeins eftir að rata í bókabúðir. Þú getur pantað eintak hjá okkur og við sendum hvert á land sem er (og úr landi ef því er að skipta) að viðbættum sendingarkostnaði. Endilega hafðu samband í tölvupósti eða síma 864-8417. 

ABH

Arnór Bliki Hallmundsson, 1.8.2023 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 440794

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 211
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband