Hús dagsins 15 ára

Það er víst kominn hálfur annar áratugur síðan ég settist niður að morgni dags, 25. júní 2009, og birti mynd af Norðurgötu 17, Steinhúsinu og ritaði um húsið fáein orð. Þess má geta að kvöldi þess sama dags, bárust heimsbyggðinni þær fréttir, að ein skærasta poppstjarna sögunnar, Michael Jackson, væri látinn. Ég held ég hafi rakið þessu sögu árlega mögulega 10 sinnum, en þessi skrif undu upp á sig. Ég hef ekki tölu á "Hús dagsins" pistlunum en þeir gætu verið um 1000. Ólíku er reyndar saman að jafna, pistlarnir frá fyrstu árunum eru kannski fyrst og fremst hugsaðir sem stuttir myndatextar. Á síðasta ári komu skrif þessi, eða öllu heldur skrif byggð á því sem m.a. hefur birst hér, út á bók, Oddeyri Saga hús og fólk í samvinnu við Kristínu Aðalsteinsdóttur. Og vel á minnst, sú bók er enn fáanleg og til sölu hjá okkur höfundum og í Eymundsson. 

Ekki hef ég ætlað mér að gera þessu afmæli "Húsa dagsins" skil með neinum sérstökum hætti nema e.t.v. slá því saman við annað stór-merkisafmæli; 14 kílómetra norðan Akureyrar, í Hörgársveit, nánar tiltekið á Skipalóni stendur látlaust forskalað timburhús sem á hvorki meira né minna en 200 ára afmæli í ár! Þannig að á 15 ára afmæli "Húsa dagsins" birtist 200 ára afmælispistill Lónsstofu. Og líkt og síðasta sumar, verða Hús dagsins "send í sveit" líkt og börnin forðum, á eftir Lónsstofu bregð ég mér fram í Eyjafjarðarsveit en ekki lokuð fyrir það skotið, að okkur beri niður víðar við Eyjafjörðinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband