Brúabókinni fylgt eftir

...með dagatali! laughing

Já, ætli ég verði ekki að gangast við því, að þessi færsla sé hrein auglýsing.

page01

En þannig er mál með vexti, að í fyrra gaf ég út bókarkornið "Brýrnar yfir Eyjafjarðará" og hlaut hún hinar ágætustu viðtökur. Það var svo þegar mér var litið á dagatal í desember í fyrra, að ég uppgötvaði möguleikann, sem felst í því að brýrnar yfir Eyjafjarðará eru nánast jafn margar og mánuðir ársins: Dagatal skyldi það vera!

Það var auðvitað of seint að gera nokkuð í því þá fyrir árið 2024 svo ég einsetti mér, að fyrir árið 2025 skyldi ég setja saman dagatal með myndum af brúm í Eyjafirði og myndirnar teknar í þeim mánuðum sem við á. Þannig að ég dreif mig að ljósmynda eina brú í desember 2023 til þess að eiga hana í tæka tíð. Svo fór ég í flestum mánuðum ársins að ná myndum fyrir hvern mánuð- myndirnar í bókinni eru t.d. flestar teknar í sumar og haustmánuðunum og margar brúamyndirnar í sömu mánuðum. 

En hér birtist semsagt afraksturinn.

Dagatalið sel ég á 3000 kr.

Þá býð ég upp á pakkatilboð, dagatal og bók á 5000 kr. Fullt verð væri 6000 kr. en það er ekki bara bókin heldur er meðfylgjandi bók áritað eintak með handskrifuðum skilaboðum og auka fróðleiksmola. Engar tvær útgáfur af því handskrifaða er nákvæmlega eins, þó efnistökin séu í mörgum tilfellum svipuð. 

Þennan varning sendi ég auðvitað hvert á land sem er að viðlögðu sendingargjaldi sem Pósturinn innheimtir eftir sinni verðskrá (Pósturinn rukkar semsagt þau gjöld- ekki ég). 

Panta má hér á síðunni (athugasemd við færslu), gegnum póstinn hallmundsson@gmail.com eða í síma 864-8417, eftir kl. 16. 

 

page07

page02

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PS. Er ekki bara viðeigandi, að hér meðfylgjandi sé dagatalssöngur Neil Sedaka. Hann söng að vísu ekki um dagatalsbrýr heldur dagatalsstelpur í laginu "Calendar Girl"

Skemmtileg staðreynd: Þegar Neil Sedaka söng þetta lag inn á plötu (1961) voru elstu brýr yfir Eyjafjarðará, Hólmabrýrnar (á Þverbrautinni) 38 ára eða jafn gamlar og yngsta akbrúin, Leirubrú er núna.  coolP8291019

PA021039


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • PA021039
  • P8291019
  • page07
  • page02
  • page01

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 418
  • Frá upphafi: 437547

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband