Hús dagsins: Næst á dagskrá

Þá er komið haust og venju samkvæmt færist umfjöllun "Húsa dagsins" aftur inn fyrir þéttbýlismörk Akureyrar (umfjöllunin er "send í sveit" á sumrin). Það sem liggur fyrir er að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, elstu hús Akureyrar í aldursröð. Síðast vorum við stödd við Nonnahús og ef við miðum við listann góða, sem ég tók eitt sinn saman er Aðalstræti 2 næst á dagskrá. Það er raunar í meira lagi áhugavert hús, líklega það hús bæjarins sem er hvað mest breytt frá upphaflegri gerð. En samkvæmt aldursraðarrlistanum eru næstu hús dagsins eftirfarandi:

Aðalstræti 2  Fjallaði lítillega um árið 2014; uppfærslu þörf.

Aðalstræti 6  Var nýlega tekin fyrir hér á síðunni, uppfærsla óþörf.

Aðalstræti 40 Stuttlega fjallað um hér árið 2012; uppfærslu þörf. 

Aðalstræti 42 Stuttlega fjallað um hér árið 2014; uppfærslu þörf.

Aðalstræti 32  Stuttlega fjallað um hér árið 2010; uppfærslu þörf. 

Aðalstræti 4 (Gamla Apótekið). Fjallaði stuttlega um það 2009 - hér er sannarlega þörf á uppfærslu enda hefur húsið gengið í endurnýjun lífdaga. 

Ég reikna með að vera staddur í Aðalstræti langleiðina fram að áramótum en svo eru hugmyndir um uppfærslu pistla um elstu göturnar, t.d. Spítalaveg, Lækjargötu, Lundargötu, elstu hluta Norðurgötu. Og svo held ég áfram með hús í sveitunum næsta sumar. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3808
  • IMG_3790
  • IMG_3922
  • IMG_3906
  • IMG_0006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 87
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 456466

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 384
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband