Hús dagsins: Norðurgata 11.

 Enn held ég mig í Norðurgötunni en. Húsið fremst á þessari mynd er Norðurgata 11. Byggingarár er nokkuð á reiki, FMR segir 1882, en byggingarleyfi er veitt 1883, (Guðný Gerður Gunnarsdóttir 1996; Oddeyri) en þá kemur fram að húsið er þegar risið. Í II bindi af Sögu Akureyrar (Jón HjaltasP6050018on,1994), segir frá búfjársýningu í húsinu vorið 1880, en þá var það óklárað. Þannig hlýtur húsið að vera byggt 1880.   En  þetta hús byggði einn helsti húsasmíðameistari  Akureyrar um aldamótin 1900, Snorri Jónsson. Seinna reisti hann stórhýsi, eitt af stærri húsum á landinu á þeim tíma (1897) við Strandgötu 29 og var það kennt við hann. Snorrahús var rifið um 1988. Húsið er töluvert breytt frá fyrstu gerð en 1923 var húsið allt endurbyggt, stækkað til norðurs og lyft um rúman metra upp á steinsteyptan kjallara. Geta má nærri að það hafi verið mikil framkvæmd með tækni þess tíma. Í húsinu eru fjórar íbúðir en húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í hartnær heila öld.

Næstu hús ofan við 11 eru 13, 15 og einnig sést í nr. 17, Steinhúsið sem ég fjallaði um í gær. Nr. 13 er gult með rauðu þaki og reist 1886. Númer 15 er hvítt, tvílyft með lágu risi, svipað að gerð og nr. 11 en þó miklu yngra, byggt 1902.  Ef myndin er stækkuð sést að öll þessi þrjú hús eru klædd með sérstakri klæðningu sem minnir á grjóthleðslu. Þessi klæðning er á landsvísu nokkuð sjaldgæf en algeng á Akureyri. Er þetta kallað rósajárn eða jafnvel Akureyrarjárn þar sem þetta sést varla annars staðar. Bæði þessi nöfn eru þó rangnefni þar sem þetta er ekki járn heldur  blikk með zinkblöndu. Hefur þessi klæðning þá kosti að tærast mun síður en járn. Ástæðan fyrir því að þetta er svo algengt hér er að þetta var flutt inn af smiði sem búsettur var hér, Gunnari Guðlaugssyni sem einnig var mikill frumkvöðull í skátastarfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 503
  • Frá upphafi: 436898

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 335
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband