Út að viðra myndavélina

 Ég fer ansi oft út á göngu og oft er myndavélin með í för. Stundum fer ég gagngert út til að viðra vélina, en oftar er það nú svo ef maður rekst á eitthvað merkilegt þá er maður myndavélarlaus og öfugt, ef ég ætla að mynda eitthvað er ekkert að sjá. Ekki er ég kannski með einhverja ægilega ljósmyndadellu og ef dýr og fín tæki eru mælikvarði á slíkt er alls ekki svo. O nei, mín vél er lítil og handhæg 3 ára gömul Olympus Fe120, 6 megapixla og tek ég mestallar myndir á sömu stillingu, Program. Flóknara er það nú ekki. Flestallar myndir á þessari síðu eru teknar á þeirri vél. Ég segi reyndar hér til hliðar að ég myndi hitt og þetta auk eins og annars en það er kannski ekki alls kostar rétt. Því þegar upp er staðið þá mynda ég að mestu leyti aðeins þrennt; byggingar, fjöll og bíla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 436897

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband