Hús dagsins; Hafnarstræti 94; Hamborg

P4180083Ég hef svolítið farið þá leið í færslunum mínum að láta eitt leiða af öðru. T.d. komu Samkomuhúsið og Gamli Barnaskólinn í röð, fjöllin í Súlnafjallgarðinum og Gamli Spítalinn og Apótekið komu í röð. Síðast fjallaði ég um París og kom inn á hús nefnd eftir stórborgum og í beinu framhaldi er rökrétt að taka fyrir næsta hús ofan neðan við, Hafnarstræti 94 a.k.a. Hamborg.

Hafnarstræti 94 á stórafmæli í ár en það er akkúrat 100 ára ( á þessari mynd er það reyndar 97 ). En húsið reisti stórkaupmaðurinn Jóhannes Þorsteinsson árið 1909. Hann var bróðir Sigvalda Þorsteinssonar sem reisti París, næsta hús fjórum árum síðar. Rak hann þarna verslunina Hamborg og hefur húsið verið kallað það síðan. Stíll hússins er afar sérstakur og nánast einstakur. Það er ferningslaga á grunnfleti með valmaþaki* og hornkvistum sem gefa húsinu sérsatakan svip. Í heila öld frá upphafi hefur verið verslunarrekstur á neðri hæð en íbúð eða skrifstofur á þeirri efri. Líklega um miðja síðustu öld var húsið forskalað með skeljasandsmúr PC020866og skipt um gluggapósta. Þegar þessi mynd er tekin, 18.apríl 2006, er endurgerð í fullum gangi. Nú hefur húsið verið fært í sem næst upprunalegt horf að utan. Frá 2007 hefur verið rekin 10-11 verslun í húsinu en lengi vel var þarna íþróttavöruverslunin Sporthúsið.

*Valmaþak er þak með píramýdalagi, algengt á ferningslaga húsum.

Uppfærsla, ágúst 2020: Pistlinum, sem þegar þetta er ritað er skrifaður fyrir 11 árum síðan, fylgir mynd, tekin á meðan húsið í viðgerð. Því er ljúft og skylt, að birta hér nýja mynd sem sýnir Hamborg eins og hún lítur út í dag, en sú mynd er tekin 2. desember 2018. Þá má bæta því við fyrri skrif, að 10-11 verslunin er löngu farin úr húsinu, og nú er þar verslun Rammagerðarinar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 503
  • Frá upphafi: 436898

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 335
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband