Allir í strætó!

Ég hef gegn um tíðina mikið notast við strætisvagna SVA. Þar heyrir maður ýmislegt sem fer manna á millum og ýmislegt spaugilegt eða skemmtilegt. Einhvern tíma á leiðinni upp á Brekku var ásamt mér hópur af ungum stúlkum í vagninum. Þær ýttu á stopp- takkann nákvæmlega á punktinum sem stoppistöðin var. Vagnstjórinn brást hinn versti við, þrumaði á þær að þær ættu að ýta fyrr á takkan,... þetta væri alveg óþolandi... og þær skyldu sko bara haga sér! Ég ætlaði út á næstu stoppistöð. Ég prófaði að ýta á takkann nákvæmlega þegar hann var staddur á stoppistöðinni. Vagnstjórinn stoppaði, reyndar rólegar heldur en í fyrra skiptið ( þá hreinlega negldi hann niður með skrensi og látum ). Dyrnar opnuðust, ég gekk út og vagnstjórinn sagði ekki neitt og virtist ekkert kippa sér upp við neitt. Merkilegt, ekki satt!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband