Jálkar á virðulegum aldri

Hér eru nokkrir trukkar sem komnir eru af léttasta skeiði ef svo mætti segja. Benz gamallÞessi gamli Benz hefur örugglega flutt ófá tonn af ýmis konar varningi hundruð þúsundir kílómetra. Þarna (myndin er tekin 2004 eða 05) er hann  á númerum og líklega í fullri notkun þrátt fyrir háan aldur.  Ég myndi giska á að þessi væri frá 1962 eða þar um bil.

 

 

 

 

 Þessi Volvo, árgerð 1959, mun hafa verið í eigu Volvo gamallKEA lengst af. Án þess að ég viti það dettur mér í hug að hann hafi byrjað feril sinn sem mjólkurbíll en síðar flutt ýmsan varning fyrir félagið. Gæti einnig hafa flutt búfénað seinna meir.  Mun hafa verið grár upprunalega en seinna málaður í þessum lit. Eins og Benzinn er hann á númerum þegar þessi mynd er tekin ( myndirnar eru teknar á sama augnabliki þar sem þeir stóðu hlið við hlið við Fjölnisgötu austan Síðuhverfis ) og sennilegast í fullu fjöri. 

 

 

 

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað þessi vígalegi snjóbíll hérna neðst er gamall. Sennilega er hann á svipuðum aldri og hinir tveir. Flott eintak þarna á ferð. ( þó hann sé nú reyndar kyrrstæður á myndinni...Smile )

P2110035

 

Vek einnig á athygli á að nú hef ég flokkað bíla og húsamyndir í sér albúm hérna til hliðar, þar eru allar slíkar myndir sem ég hef birt hér á síðunni. Það er einfaldara að skoða albúmin heldur en að leita í gegn um færslurnar.

 

 

 

 

P.S. Ef einhver hefur upplýsingar eða fróðleik ( árgerðir, fyrri notkun e.þ.h. ) um bílana hér í færslunni ( og fleiri færslum ) eru slíkar upplýsingar þegnar með þökkum hérna í athugasemdunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar myndir og takk fyrir þær. Varðandi snjóbílinn, finnst mér endilega að þetta sé snjókötturinn, sem Baldur Sigurðsson á Akureyri var með nokkur sumur upp við Gæsavötn, NV af Bárðarbungu. Hann geymdi tækið stundum í gíg uppi á Dyngjuhálsi, sem hægt var að aka inn í og heitir sá enn í dag Kattarbúðir af þeim sökum!

Bonzo (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka viðbrögðin. Hef heyrt um Kattarbúðir, en ekki spáð í hvaðan nafnið væri komið. Ef myndin er skoðuð í fullri stærð má sjá skráningarnúmerið á snjóbílnum A-1587, ef einhver kannast við það.

Arnór Bliki Hallmundsson, 23.10.2009 kl. 18:46

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Jú, þetta er hinn eini og sanni snjóköttur, kötturinn hans Baldurs.

Hallmundur Kristinsson, 25.10.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband