Hús dagsins: Aðalstræti 46; Friðbjarnarhús

Aðalstræti 46 var reist árið 1856, en sá sem byggði húsið hét Steinn Kristjánsson. Sonur hans var Friðbjörn bóksali en þetta hús er kennt við hann. Hann var eigandi hússins 1884 en þá var stúkan Ísafold stofnuð í húsinu. Var þetta upphaf af starfi Góðtemplarareglunnar, en sá félagsskapur var m.a. á bakvið byggingu Samkomuhússins P8150041seinna meir. Friðbjörn Steinsson bjó hér til síðasta dags, 1918 en síðan urðu eigendaskipti tíð. Upp úr 1960 eignuðust templarar húsið aftur og gerðu það upp. Þeir settu á safn um regluna í húsinu og hefur húsið það hlutverki enn í dag.  Líkt og Aðalstræti 50, sem ég fjallaði um fyrir réttri viku var Friðbjarnarhús í hópi fyrstu húsa sem voru friðuð á Akureyri. Var það 1978. Friðbjarnarhús var friðað í A flokki en það var friðun sem tók til alls hússins. A flokkur þýðir að húsið er lítið breytt frá fyrstu gerð að innan sem utan. Þá hefur sögulegt gildi örugglega haft einhver áhrif á friðunina. Fyrir framan húsið er gamall ljósastaur úr steypujárni, ætti að sjást greinilega á þessari mynd. Þessi mynd er tekin 15.ágúst sl. í sama túr og ég tók myndina í síðusta húsapistli.

Viðbót 29.10. kl. 17.43: Nú rétt í þessu heyrði ég í svæðisútvarpi Norðurlands að Góðtemplarareglan hygðist afhenda Akureyrarbæ húsið með það í huga að það verði í umsjón Minjasafnsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband