Kaffisopinn hressa kann

Einu sinni var ég staddur á balli. Ég var orðinn dálítið þyrstur en ég drekk ekki áfengi en er á fullu í kaffinu "í staðinn". Ég drekk a.m.k. fimm bolla af þeim drykk dag hvern og þeir geta hæglega farið yfir 10. Ef ég einhverra hluta hef ekki náð nægum nætursvefni ( lesist: vaknað snemma eftir að hafa farið seint að sofa ) bæti ég það upp með rótsterkum kaffibolla, einum eða tveimur til. Ef ég þarf nauðsynlega að halda vöku þá er kaffið nauðsynlegt. Ég hef einhvern vegin aldrei geta vanið mig á að drekka hina fjölmörgu orkudrykki sem í boði eru, drekk þá bara kaffi. Enda kaffið mun ódýrari kostur en að kaupa fjórðung úr lítra af  einhverri sykurleðju á 300kall. Þannig að ef ég fer "út á lífið" þá þamba ég kaffi eins og flestir aðrir þamba áfengið.

En aftur af sögunni sem ég byrjaði á í upphafi. Ég fór á barinn og kom mér fyrir í röðinni. Eftir litla stund kom að mér og ég bað um kaffi. Afgreiðslustelpan virtist vera mjög hissa og sagði mér að bíða aðeins. Hún fór og talaði við eldri konu sem einnig var afgreiða og heyrði ég nokkurnvegin hvað þær sögðu. Aumingja stelpan vissi greinilega ekkert hvað hún átti að gera og bar hún þessa "undarlegu" pöntun mína undir konuna, sem greinilega var yfir staðnum. Konan hugsaði sig aðeins um en ég sá hana benda og segja henni að hella bara uppá á bakvið. Stúlkan kom aftur og sagði mér að það væri smábið, hún þyrfti að hella upp á. Alltílagi segi ég. Seinna fór hún aftur á bakvið og spurði konuna hvað hún ætti að rukka mig. Ég heyrði ekki alveg hvað hún sagði en fékk að vita það eftir smástund þegar ég fékk bollan minn af svörtu og sykurlausu. Kaffið var frítt. Þetta er náttúrulega dæmi um fyrirmyndar þjónustu, einhverjir hefðu sennilega bara slengt því framan í mig að þau seldu ekki kaffi og búið mál en þarna var greinilega vilji til að hlaupa eftir hverju sem er. En mér fannst þetta svolítið skondið. Þetta var svona svipað og ég væri að biðja um eitthvað algjört eitur sem ekki mætti sjást og væri bara selt undir borðið og alls ekki nema einhver bæði um það sérstaklega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað! Enda þarf ekkert að rukka alltaf fyrir allt í helvíti!

Mummi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Svo sannarlega ekki. Kaffi er mjög oft ókeypis en þetta var frábært; ekki rukkaður neitt þrátt fyrir alla þessa fyrirhöfn. Held reyndar að það hafi ekkert staðið til að bjóða upp á kaffi þarna- en þessu var reddað!

Arnór Bliki Hallmundsson, 29.10.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Það er kannski ágætt að það komi fram hvar þetta var. Þetta var í Víkurröst á Dalvík á Fiskidagsballi 2005.

Arnór Bliki Hallmundsson, 29.10.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband