Risarnir á Glerárdal

Tvö hæstu fjöll á Norðurlandi  liggja á sama svæðinu framarlega á Glerárdal. Eru þessi fjöll raunar sláandi lík í útliti frá vissum sjónarhornum, með þverhnípt hamrabelti og flata að ofan. Þetta eru fjöllin Kerling og Tröllafjall. Mér skilst að fyrr á tímum hafi menn verið alls ósammála um hvort fjallið væri hærra, en Kerling hefur vinninginn, 1538m y.s. á meðan Tröllafjall er 1483m. P7150093 Hér að neðan má sjá Tröllafjallið. Í fjallinu má vel sjá mismunandi hraunlög og skilin milli þeirra. Strýtulagaði tindurinn framan við fjallið kallast Tröllahyrna en heiðin neðan fjallsins mun kallast Tröllaskeið. Myndin er tekin 15.júlí 2006 neðan við Súlur.

 

 

 

 

 

Á hinni myndinni sem einnig er tekin 2006, þann 6.maí sést hinsvegar Kerling í öllu sínu veldi. 

 P5060003Hér er horft frá Akureyri, nánar tiltekið Giljahverfi. Norðvesturstall Súlumýra ber þarna í Kerlinguna. Ljósastaurinn ber í tind sem kallast Lambárdalsöxl. Um Kerlingu hef ég áður fjallað nokkuð ítarlega og er sú færsla hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband