Hús dagsins: Fjólugata 1

Árið 1933 fékk Haraldur Kr. Jónsson lóð og byggingarleyfi við Fjólugötu, næst vestan húss Sigurðar Björnssonar og Kristjáns Jakobssonar (Norðurp1010003.jpggötu 33). Haraldur fékk leyfi til að reisa hús, 8,6x8,8m að stærð, steypt en innrétting úr timbri. Þannig eru útveggir hússins  steyptir en innveggir og milliloft úr timbri. Það var sjaldgæfara en hitt á þessum árum, að innveggir eða plötur milli hæða væru steyptar.

Húsið er einlyft hús á háum kjallara og með lágu risi og bogadregnum toppum á stöfnum til skrauts. Járn er á þaki en svalir til suðurs á annarri hæð og einfaldir póstar eru í gluggum. Múrhúð á veggjum er með sérstakri áferð sem ég viðurkenni að ég kann ekki að nefna en nærtækast þykir mér að líkja pússningunni við krem á gulrótartertu eða djöflatertu. (Þ.e.a.s áferðinni ekki bragðinu laughing)  Árið 1935 auglýsti Haraldur hús sitt til leigu og tveimur árum síðar er auglýst stofa með sér inngang og aðgang að baði í Fjólugötu. Þarna bjó einnig lengi vel Jakob Ó. Pétursson, ristjóri og ábyrgðarmaður Íslendings. Hvort blaðið var afgreitt af heimili hans fyrstu árin er mér ókunnugt um en síðar var afgreiðsla Íslendings og skrifstofa í Hafnarstræti 81. Þegar húsinu er flett upp á Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar eru ekki gefnar upp upprunalegar teikningar að húsinu en þar má finna upplýsingar um bílskúr og svalir. Bílskúr á lóðinni teiknaði Jónas Vigfússon árið 1980 en svalir hannaði Mikael Jóhannsson árið 1987. Að öðru leiti er húsið líkast til að mestu leyti óbreytt frá upphaflegri gerð.

Árin 1932-34 má segja að lóðir og bygginarleyfi á Fjólugötu hafi verið afgreidd á færibandi en gatan kemur býsna oft fyrir í fundargerðum Byggingarnefndar á þessu bili. Húsið er eitt margra svipaðra húsa við götuna og raunar eru þau þó nokkur á svipuðum aldri með þessu lagi í nágrenninu. Ein íbúð er í Fjólugötu 1. Húsið lítur vel og er til mikillar prýði í mjög heillegri og samstæðri götumynd. Þessi mynd er tekin þann 12.júní 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1930-35, Fundur 703 27.júlí 1933 og nr. 704, 1.ágúst s.á. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.


Næst á dagskrá: Fjólugata á Oddeyri

Síðastliðin vetur lagðist ég í nokkuð stórt grúskverkefni. En þar tók ég skipulega fyrir hús við nokkrar götur á Oddeyri og miðaði umfjöllunina við göturnar Eiðsvallagötu, Norðurgötu, Ránargötu og Ægisgötu sunnan Eyrarvegar. Í stórum dráttum fjallaði ég um þann hluta Oddeyrar sem byggðist upp á 4.áratug síðustu aldar. En fyrst ég á annað borð var byrjaður á þessu sá ég fram á, að ein gata þyrfti að vera með í þessari umfjöllun, svo jafnræðis yrði nú örugglega gætt. Nefnilega Fjólugata.

Fjólugata er heldur stutt gata  sem liggur milli Glerárgötu og Norðurgötu. Hún liggur því A-V, líkt og Strandgata, Gránufélagsgata og Eiðsvallagata. Gatan er einstefnugata og er ekin frá Glerárgötu í austur, þar sem beygt er inn á Norðurgötu til móts við Norðurgötu 36. Við Fjólugötu er m.a. mjög heilsteypt þyrping einlyftra húsa með lágu risi og á háum kjallara, sem byggð voru árin 1932-35- sjá mynd hér að neðan. P1010007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft til austurs niður Fjólugötu. Næst er Fjólugata 9, grænt hús og þá 7,5,3 og 1. Fjær sér í ris og kvist Norðurgötu 36 og þar vinstra megin er Fjólugata 2. Myndin er tekin þ. 12.júní sl. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Ágúst 2015
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 420320

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband