Í röðinni - sönn gamansaga.

Það var einhverju sinni sl. haust að ég var staddur í [Nettó] Hrísalundi í stórinnkaupum. Í slík innkaup nota ég oft 60 lítra bakpoka. Hann er mikið umhverfisvænni kostur til innkaupa en plastpokarnir - sem ég viðurkenni að ég notast einnig við- og heldur hentugri til burðar. Á meðan jörð er auð nota ég oft hjólið sem ferðamáta - og þá er bakpokinn eiginlega eini möguleikinn til vöruflutninga.  Í þetta skiptið var ég einmitt hjólandi- og nennti ekki að spenna hjálminn af inni í versluninni.  Það er ekki sama hvernig hinum ýmsu matvörum er raðað í bakpoka- þ.a. úr verður stundum tímafrekt púsluspil- sem ekki er vel séð í kassaröð. Á eftir mér var nefnilega maður sem talaði í síma og var greinilega að flýta sér. M.a. heyrði ég "...það er einhver helvítis hjólatúristi á undan mér að reyna að troða einhverjum dósum í bakpoka!" Eftir að hafa raðað í pokan bað ég umsvifalaust um einn Vikudag á íslensku- og var bara þó nokkuð skemmt yfir skömmustusvip- og andlitsroða mannsins. smile


Bloggfærslur 18. mars 2017

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 420193

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 230
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband