Fleiri tryllitæki; Trukkar ýmis konar

Hér koma  nokkrar myndir af miklum trukkum sem hafa borið fyrir augu þar sem ég hef verið að viðra myndavélina á götum Akureyrar. Efst t.v. er Scania með allar græjur til vetrarviðhalds vega, snjótönn og hefil og sanddreifara á palli. (Í baksýn má greina mikinn gæðing, Land Rover árg. ca 1980 af lengri gerð). Myndin er tekin 17.mars 2007, við Borgarbraut. Þessi í felubúningnum mun vera Volvo. Þetta er ansi verklegur 6x6 hertrukkur sem nú hefur líkast til friðsamlegt hlutverk húsbíls. Þrátt fyrir dágóð snjóalög þarna er myndin nú samt tekin í maí, nánar tiltekið 10.5.2008. Þá koma næst  þrjár glæsilegar Scaniur, fyrst "húddari" með sturtupalli af 141 gerð en næst er frambyggður "trailer". Aldursmunurinn á þeim gæti ég ímyndað mér að sé um 20-25 ár en trailerinn er glænýr "úr kassanum" á sýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17.júní 2006.  Næsta er einnig á sýningu BA 17.6.2006 en þar er önnur verkleg  Scania, 4ra öxla tryllitæki. Veit ekki hvort hann hefur drif á þeim öllum, aftasti öxull gæti verið búkki til stuðnings. Allir framantaldir tryllitrukkar eiga það sameiginlegt að vera sænskir, en á myndinni neðst er þýska eðalstálið mætt til leiks; þetta er MAN trailer með malarpalli að leggja af stað frá Shell nesti (AK-Inn) við Hörgárbraut. Fyrsti vetrarsnjór liggur þarna yfir, en myndin er tekin í lok október 2004.

P3170047  P5100068 

P5270035  P6170047  P6170049  MAN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Fyrir þá sem hafa gaman af trukkum og tækjum, bendi ég á þessa síðu, www.geirinn.is en þar eru þúsundir trukkamynda, allt frá miðri síðustu öld og héðan og þaðan af landinu.

Arnór Bliki Hallmundsson, 20.8.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610
  • IMG_2605
  • IMG_2607

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 436190

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband