Hús dagsins: Bjarkarstígur 6; Davíðshús

P2020112Það eru nokkur hús hér á Akureyri sem ég hef sett mér sem skylduviðfang, fyrst ég er að fjalla um skrautleg og/eða sögufræg hús hér í bæ. Eitt þeirra fór ég að ljósmynda ( ásamt fáeinum öðrum) í dag en þetta hús stendur við eina bröttustu götu bæjarins, Bjarkarstíg, nánar tiltekið Bjarkarstíg 6. En þetta er Davíðshús, kennt við Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) en húsið reisti hann árið 1944 og bjó þar til dánardags. Húsið er steinsteypt, einlyft á kjallara, grunnflötur nánast ferningslaga með valmaþaki; með nokkuð dæmigerðu lagi steinhúsa þess tíma en dálítið stærra og veglegra en almennt gekk og gerðist. Akureyrarbær erfði húsið eftir Davíð og er þar varðveitt mikið bókasafn hans og vistarverur eins og þær voru í hans tíð; í rauninni er engu líkara en að skáldið hafi bara brugðið sér frá í kaffi. Þar er einnig íbúð fyrir fræðimenn og rithöfunda sem leigð er út. Hér má finna nánari upplýsingar um Davíðshús. Myndin er tekin fyrr í dag, 2.2.2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 421415

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 187
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband