9.1.2013 | 23:26
Hús dagsins: Hafnarstræti 106
Þá er loksins komið að fyrstu Húsafærslu ársins 2013. Næstu vikurnar mun ég taka fyrir nokkur hús neðarlega við Brekkugötuna, hef nú þegar tekið frá 1 til 6. En fyrir þá sem ekki vita liggur Brekkugatan til norðurs uppfrá Miðbænum, í beinu framhaldi af Hafnarstræti þar sem það endar við Ráðhústorg, og nær allt upp að Hamarkotsklöppum og sveigir þar að Þórunnarstræti. En áður en við höldum lengra upp Brekkugötuna skulum við færa okkur niður í göngugötuna en að næst efsta húsi hins rúmlega 2km langa Hafnarstrætis, Hafnarstræti 106.
En Hafnarstræti 106 hefur staðið á þessum stað í tæpa öld en húsið var flutt á þennan stað árið 1915. Var það flutt á tunnufleka hingað frá Hrísey, en þess má geta að á þessum tíma var þessi staður flæðarmálinu í krika Oddeyrar. Nú gæti ég trúað að það séu um 150m í sjávarmál frá húsinu stystu leið. Var það Ásgeir Pétursson sem stóð fyrir framkvæmdinni. Upprunalegt byggingarár hússins í Hrísey er mér ekki kunnugt um né heldur hvort húsið hafi verið stækkað á þessum stað. En Hafnarstræti 106 er tvílyft bárujárnsklætt timburhús á lágum grunni og með lágu risi. Það tengist næstu húsum með einlyftum viðbyggingum úr timbri með flötum þökum. Hvenær þær tengibyggingar voru reistar er mér ókunnugt um; miðað við gamlar myndir sem ég hef séð virðist það hafa verið nálægt miðri 20.öld. En húsið hefur alla tíð verið verslunar- og skrifstofuhús og íbúðarrými á efri hæð. Richard Braun verslunarmaður eignaðist húsið fljótlega eftir byggingu og opnaði þar verslun, nefnda eftir sér, Brauns verslun. Páll Sigurgeirsson keypti verslunina (sem þó hélt nafni sínu) uppúr 1930. Bræður hans voru Eðvarð og Vigfús Sigurgeirssynir og höfðu þeir ljósmyndastofur sínar í húsinu um árabil- fyrst Vigfús og svo seinna Eðvarð. Og framyfir árið 2000 var þarna ljósmyndabúð framköllunarstofa, Filmuhúsið. Elstu húsamyndina á þessum vef, myndin af Lækjargötu 6 frá 1998 lét ég einmitt framkalla þarna. (Hér má sjá myndina og umfjöllunina frá sumrinu 2009: http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/917847/ ) Nú er þarna barnafataverslunin Kitty og Co. Gallabuxnabúðin og segja má þar hafi starfsemin í húsinu færst nálægt upprunanum því Brauns verslun var klæðaverslun. Þessi mynd er tekin 8.des 2012.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 37
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 464
- Frá upphafi: 445515
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 340
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár og þakka þér fyrir fróðlega síðu. Það er orðið ansi langt síðan ég hef gengið norður Brekkugöruna. Einhvern veginn finnst mér að ég hafi oftast gengið norður götuna. Margt undarlegt.
Bið að heilsa í bæinn.
Bestu kveðjur,
Magga
Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 09:15
Takk sömuleiðis, gleðilegt árið
. Sjálfur geng ég Brekkugötuna oftar til norðurs, fer þá kannski í Miðbæinn eða Amtsbókasafnið og svo á Glerártorg. En ef ég tek þetta öfugan hring, þ.e. byrja á Glerártorginu þá er mér tamara að fara suður Glerárgötuna.
Bið að heilsa á móti í Borgina,
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 14.1.2013 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.