Hús dagsins: Lundargata 13

Lundargata 13 er af algengri gerð timburhúsa frá því um alP9100039damótin 1900 og eitt margra samskonar húsa við götuna en mörg svipuð hús standa þar og við Norðurgötu. Húsið er klætt múrhúð- forskalað og þverpóstar í gluggum og sennilega hefur inngangur verið færður, en oftast voru dyr á framhlið húsa af þessari gerð. Húsið er lítið, látlaust og ekki stórt að grunnfleti, það er t.a.m. varla nema um 5 metrar á breiddina. En Lundargötu 13 reisti Runólfur Jónsson árið 1898 en öll þrjú húsin milli Gránufélagsgötu og Fróðasund, 11, 13 og 15 eru jafn gömul. Húsið er í meginatriðum svipað og upprunalega, einlyft á lágum steyptum kjallara með portbyggðu risi og miðjukvisti en á bakhlið er inngönguskúr með skúrþaki. Húsið er klætt múrhúð- forskalað og þverpóstar í gluggum og sennilega hefur inngangur verið færður, en oftast voru dyr á framhlið húsa af þessari gerð.  Forskalning timburhúsa þykir nú í dag vera mikið slys en þetta var algengt um miðja 20.öld, auk þess sem kross- eða sexrúðupóstum var skipt út fyrir einfaldari pósta. Á baklóðinni var reist gripahús sem um 1926 var breytt í íbúðarhús en það hús var rifið um 2010. Lundargata 13 var í upphafi einbýli og hefur verið síðustu áratugi. Húsið sómir sér vel í götumynd Lundargötunnar sem er líklega sú gata á Eyrinni sem hefur hæstan meðalaldur húsa en við götuna teljast standa tíu hús og aðeins þrjú þeirra yngri en 110 ára!  Þessi mynd er tekin í haustsólinni þann 10.september 2013.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 623
  • Frá upphafi: 420730

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 490
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband