Hús dagsins: Eiðsvallagata 18; Lárusarhús.

Eiðsvallagötu 18 reisti Lárus Björnsson trésmiður árið 1946 eftir teikningum Guðmundar Gunnarssonar. Húsið stendur , merkilegt nokk, beint á móti húsi nr.1 á horni Eiðsvallagötu og Norðurgötu. PA310018Eiðsvallagata 18 er tvílyft steinsteypuhús af þeirri gerð sem ekki er óalgeng við Eiðsvallagötuna og raunar víðar á eyrinni og með háu valmaþaki. Á þaki eru tveir kvistir, norðan og sunnan megin en einnig er á vesturhlið agnarlítill þríhyrndur kvistur, sem er eiginlega nær því að vera þakgluggi en kvistur. Svalir eru til vesturs á efri hæð og tröppur og inngangur á efri hæðina á suðurhlið. Gluggar eru breiðir með tvískiptum lóðréttum póstum en á neðri hæð eru síðir verslunargluggar. Upprunalega var húsið með lágu valmaþaki en rishæðin var líkast til byggð 1955, en þær breytingar hannaði Páll Friðfinnsson og eru þær teikningar dagsettar 25.júní 1954. Hefur þá húsið fengið það lag sem það nú hefur. Á sama tíma var einnig byggður bílskúr sem enn stendur á austurmörkum lóðar. Fyrstu árin var amboðasmiðjan Iðja starfrækt á neðri hæð hússins en þar var Lárus einn eigenda. Þarna var og rekin verslunin Eyrarbúðin, sennilega í um tvo áratugi. Ekki veit ég hvenær nákvæmlega Eyrarbúðinni var komið á laggirnar en fyrsta auglýsingin sem ég finn frá henni á timarit.is er frá 1957.  Þarna var um að ræða verslun sem seldi m.a. ýmsar matvörur og sælgæti; nýlenduvöruverslun. Verslunin var ekki sú eina við Eiðsvallagötuna en aðeins þremur húsalengdum var verslunin Bóla. Einhverjum kann að þykja nokkuð ótrúlegt að við sömu götuna,aðeins með þriggja húsalengda millibil gátu tvær hverfisverslanir þrifist og það ágætlega. Þá ber að horfa til þess að á þessum var árum voru verslunarhættir töluvert frábrugðnir því sem nú tíðkast. Eyrarbúðin var hér fram yfir 1970 en árið 1976 gaf Lárus Björnsson Alþýðubandalaginu húsið og þarna var aðsetur þess flokks allar götur frá þeim tíma. Líkt og alþjóð veit leið Alþýðubandalagið undir lok um 1999 en það ár var Samfylkingin stofnuð og hefur Lárusarhús verið aðsetur þess stjórnmálaafls síðan. Efri hæð hússins og ris hefur alla tíð verið íbúð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 420790

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 470
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband