Hús dagsins: Eiðsvallagata 26

Kannski er Eiðsvallagata 26 fyrsta húsið sem teiknað var Eiðsvallagötu. PA310005Allavega reiknast mér til að teikningarnar að húsinu séu þær elstu varðveittu en þær gerði Tryggvi Jónatansson í október árið 1927 og þar stendur "íbúðarhús fyrir Friðrik Kristjánsson" Árið 1930 er samþykkt að byggja megi tröppur á austurstafni og ári síðar reis húsið en það byggði Friðrik Kristjánsson. Eiðsvallagata 26 er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Þverpóstar eru í gluggum og bárujárn á þaki en “pússning” á veggjum er óslétt, með einhvers lags óreglulegu öldumynstri sem gefur húsinu sérstaka áferð og svip. Upprunalega var íbúð á efri hæð hússins en verkstæði, geymslur og þvottahús á þeirri neðri. Að utan er húsið er lítið breytt frá upphafi, en neðri hæðin var innréttuð sem íbúð fyrir áratugum. Ástand hússins virðist almennt gott og er það til prýði í umhverfi sínu, einfalt og látlaust að gerð. Í húsinu eru tvær íbúðir, hvor á sinni hæð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 420867

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband