29.7.2014 | 11:36
Hús dagsins: Aðalstræti 28
Á Aðalstræti 28 var fyrst reist hús árið 1854 af manni að nafni Stefán Baldursson.

Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2014 | 17:15
Hús dagsins: Aðalstræti 22
Aðalstræti 22 byggði kona að nafni Anna Erlendsdóttir árið 1898. Húsið er tvílyft timburhús með lágu risi og stendur á steyptum eða steinhlöðnum sökkli. Á bakvið, sambyggt húsinu er einlyft bygging með háu risi og á norðurhlið er tvílyft steinsteypt bygging, inngönguskúr, með skúrþaki. Húsið er klætt steinblikki og krosspóstar eru í gluggum að framanverðu en alls konar gluggasetning í bakhúsi. Alfreð Jónsson kaupmaður og Bára Sigurjónsdóttir kona hans eignuðust efri hæð 1926. Alfreð reisti þá steinsteypt bakhús, gripahús með heylofti enn því hefur fyrir löngu verið breytt í íbúðarrými. Ég gæti trúað því að núverandi klæðning hafi komið á húsið um svipað leiti og byggt var við það. Alfreð og Báru áttu allt húsið frá 1950 og átti hún það allt til ársins 1980- en hann var þá látinn. Þannig var húsið í eigu sömu hjóna að hluta eða í heild drjúgan part 20. aldar. Húsið virðist í góðu ásigkomulagi og lítur vel út. Nú eru í húsinu að ég held tvær íbúðir, hvor á sinni hæð og hefur verið svo áratugum saman. Þessi mynd er tekin 19.júní 2014.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Breytt 18.7.2014 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2014 | 09:55
Hús dagsins: Aðalstræti 21
Aðalstræti 21 byggði maður að nafni Guðlaugur Pálsson árið 1921.

Sá var trésmiður frá Litlu- Tjörnum í Ljósavatnshreppi. Húsið er á tveimur hæðum með lágu risi en vegna þess hve neðri hæð er niðurgrafin myndi ég kalla það einlyft á háum kjallara. Krosspóstar og þverpóstar eru í gluggum. Þá er einnig bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar. Húsið er líkast til lítið breytt frá upphafi en þó hefur skorsteinn sem var á húsinu verið brotinn niður, sennilega um leið og þak var endurnýjað. Húsið var reist sem íbúðarhús en ekki þykir mér ólíklegt að í kjallara hafi mögulega verið verkstæðisrými eða eitthvað álíka. Ekki er þó minnst á slíkt í þeim bókum sem ég styðst við hér. Árið 1986 höfðu aðeins verið þrír eigendur að húsinu. Húsið lítur vel út og er í góðu standi. Ein íbúð er í húsinu eftir því sem ég kemst næst. Þó húsið sé e.t.v. ekki mikið breytt gegnir öðru máli um umhverfi þess. Nú stendur húsið á horni Aðalstrætis og Duggufjöru en það er nýleg gata (lögð um 1990) á uppfyllingu sem kom til við eða fljótlega eftir lagningu Drottningarbrautar (1973). Þegar húsið var reist var hins vegar fjara í bakgarði þess.
Þá stóð stórt og mikið hús, Aðalstræti 23 sunnan við þetta hús u.þ.b. á götustæði Duggufjöru. Það var tvílyft timburhús með háu risi, byggt 1899 af Jakob Gíslasyni söðlasmið á uppfyllingu sem mokuð var úr brekkunni og var það syðsta í röðinni sem byggð var á henni. Á sama tíma voru húsin númer 13 og 17 byggð þarna og númer 15 og 19 fáeinum árum seinna. Var þetta eitt stærsta húsið austan megin við Aðalstrætið, en húsið var rifið árið 1979. Mér þykir sjálfsagt að minnast á þau hús sem horfin eru því vissulega eru þau hluti af sögunni líka. Þessi mynd af Aðalstræti 21 er tekin 19.júní 2014.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur
Bloggar | Breytt 18.7.2014 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2014 | 11:03
Hús dagsins: Aðalstræti 20
Aðalstræti 20 er byggt árið 1897 og virðist frá upphafi hafa verið parhús.

Húsið reistu þeir Júlíníus Jónasson og Jónatan Jóhannesson og bjuggu þeir í sitt hvorum hlutannum- Jónatan í suðurhlutanum og Júlíníus í norðurhlutanum. Suðurhluti hússins tvílyftur með lágu risi og snýr austur-vestur, en norðurhlutinn er einlyftur með háu risi og snýr stafni í norður. Gluggapóstar eru af ýmsum gerðum en húsið klætt báruðu plasti en járn á þaki. Steinblikk er á norðurgafli. Lítill inngönguskúr á bakhlið.Upphaflega var húsið einfalt að gerð, lítið einlyft timburhús með háu risi, líkast til var suðurhlutinn e.k. "spegilmynd" norðurhlutans en hann er lítið breyttur frá fyrstu gerð. Suðurhlutanum var hins vegar breytt árið 1952, hann lengdur um 4metra inn að brekkunni og efri hæðin byggð upp. Í Innbæjarbók Hjörleifs Stefánssonar (1986:82)* kemur fram að húsið hafi fengið núverandi útlit árið 1969 en húsið virðist næsta lítið breytt frá því að sú bók var skrifuð. Aðalstræti 20 er skemmtilegt í útliti og prýði af því, líkt og flestum húsum við þessa rótgrónu og næst elstu götu Akureyrar. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor í sínum enda líkt og verið hefur frá upphafi, í 117 ár. Ekki er mikið landrými kringum húsið því fast á bakvið það er snarbrött brekkan sem rís yfir Innbænum, um 50-60m há. Vorið 1990 féll skriða úr brekkunni á næsta hús norðan við þetta, Aðalstræti 18 og skemmdist það svo að því varð ekki bjargað. Hér má lesa meira um það. Þessi mynd er tekin 19. júní 2014.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.
* Fyrir þá sem ekki vita, þá táknar merking á borð við (1986:82) einfaldlega útgáfuár og blaðsíðutal. Hér var ég með öðrum að vitna í blaðsíðu 82 í bók Hjörleifs Stefánssonar, gefna út árið 1986.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 15
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 299
- Frá upphafi: 445777
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 193
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar