Bjöllur

Einhvern tíma heyrði ég að Volkswagen Bjallan væri mest framleiddi bíll sögunnar. Ekki þori ég að fullyrða að svo sé en eitt er víst að það er ansi mikið til af þessum þýsku eðalvögnum. Framleiðsla þeirra hófst um 1940 og nutu þeir fádæma vinsælda um allan heim áratugina á eftir. Hér eru nokkrar Bjöllur sem ég hef myndað. Efri tvær myndirnar eru teknar á árvissri sýningu Bílaklúbbs Akureyrar, 17.júní 2009. Á þeirri bláu sést greinilega ein sérstaða Bjöllunnar en í þeim var vélin aftur í þar sem kalla má skott, eða hvað? Mér finnst einhvernvegin að skott hljóti að þýða farangursrými en að vélin sé í húddinu. Þ.a. á Bjöllunni er húddið að aftan en skottið að framan. Silfraða Bjallan þótti mér alveg einstaklega glæsilega og varð hún á vegi mínum í eitt skipti í maí 2006 þegar ég var "úti að viðra myndavélina". Sú hvíta að neðan er árgerð 1967 og hefur verið í eigu sama manns frá upphafi og hefur staðið á þessum stað við Aðalstræti alla tíð. Ég er á því að hana ætti hreinlega að friða, rétt eins og gömlu húsin.

p6170243.jpg   p6170242.jpg

p6050027.jpgp5010017.jpg


Bloggfærslur 17. maí 2010

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • P6171048
  • IMG_2893
  • IMG_2889
  • IMG_3045
  • P6171046

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 302
  • Frá upphafi: 447504

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 233
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband