Hús dagsins: Aðalstræti 38

Íp5290053.jpg færslu fyrir um þremur vikum síðan minntist ég á að húsamyndasafn mitt væri tæmt. En í gær bætti ég úr því og fór í myndatúr um Innbæinn og náði myndum af nokkrum öldnum glæsihýsum. Þar á meðal er þetta 118 ára einlyfta timburhús við Aðalstræti 38. En húsið reistu þrjú systkin, þau Friðrik, Pétur og Magðalena Þorgrímsbörn árið 1892. Er ytra útlit hússins næsta lítið breytt frá upphafi fyrir utan bárujárnsklæðningu. Friðrik og Magðalena bjuggu í húsinu líklega í nærri 70ár,  til æviloka en þau létust bæði 1960 og skv. Steindóri Steindórssyni höfðu aðeins tvær fjölskyldur átt húsið (1993); börn Þorgríms Þorvaldssonar og fjölskylda Sverris Hermannssonar húsasmiðs frá 1961. Sverrir var mikill hagleiksmaður og á hann hef ég minnst áður hér . Húsið ber þess merki að hafa alla tíð verið vel við haldið. Á myndinni sést glytta í bakhús  á lóðinni. Þar hafði Sverrir verkstæði og geymdi hann þar safn sitt af munum en hann var mikill grúskari og safnari og henti aldrei neinu.  Hann tók þátt í endurgerð margra eldri húsa á Akureyri og nærsveitum  og safnaði oftar en ekki nöglum ,hurðarhúnum, skrúfum og allskonar dóti úr húsunum sem enduðu svo í safni hans. Árið 2003 var safnið síðan flutt úr verkstæðinu á Aðalstræti fram í Sólgarð í Eyjafirði til varðveislu og 26.júlí 2003 var Smámunasafn Sverris Hermannssonar opnað almenningi. Það er svo sannarlega merkilegt safn og það heimsækja þúsundir ár hvert. Þar er um einstakt safn að ræða, sannkölluð paradís grúskara. Sjón er sögu ríkari.  

Heimild: Steindór Steindórsson 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur. 


Bloggfærslur 30. maí 2010

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • P6171048
  • IMG_2893
  • IMG_2889
  • IMG_3045
  • P6171046

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 447493

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 223
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband