Í sjónvarpinu í gærkvöldi...

...var alveg frábær heimildarmynd eftir Gísla Sigurgeirsson um Sverri Hermannsson húsasmið. Hann bjó og starfaði nær allan sinn aldur á Akureyri, nánar tiltekið í Innbænum. Hann hafði veg og vanda af endurgerð fjölda gamalla timburhúsa og kirkna á Eyjafjarðarsvæðinu og var mikilvirkur safnari og var þekktur fyrir að henda aldrei neinu. Eftir hann liggur Smámunasafnið en það var opnað 2003 í Sólgarði í Eyjafirði ( 30km framan Akureyrar ). Það er alveg ótrúlega skemmtilegur og spennandi staður, einstakur í heiminum og sannkölluð paradís grúskara. Myndin hans Gísla var einnig sérlega vönduð og þar mátti sjá margar áhugaverðar myndir frá Akureyri á fyrri tíð. Þarna mátti sjá t.d. frá því þegar Aðalstræti 16 og Lækjargata 6 brunnu (1990 og 1998) og frá niðurrifi eins stærsta timburhúss Akureyrar, Strandgötu 29 eða Snorrahús (1987)sem og niðurrifi Sambandsverksmiðjanna. (2007). Hér er umfjöllun um þessa eðalmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 296
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband