Hús dagsins: Munkaţverárstrćti 26.

Sniđgata er á međal stystu og bröttustu gatna Akureyrar. P2180717Tengir hún saman Brekkugötu og Munkaţverárstrćti og liggur skáhallt upp og til suđurs, norđvestan og ofan Amtsbókasafnsins. Gatan liggur  á milli húsa nr. 25 og 27 viđ Brekkugötu og húsa 24 og 26 viđ Munkaţverárstrćti.  En ţađ var einmitt voriđ 1936 sem Stefán Randversson frá Ytri – Villingadal í Saurbćjarhreppi, fékk leyfi til ađ reisa íbúđarhús úr steinsteypu  á horni Munkaţverárstrćti og Sniđgötu, byggt úr steinsteypu, ein hćđ á háum kjallara. Er ţar um ađ rćđa Munkaţverárstrćti 26. Teikningarnar ađ húsinu gerđi Tryggvi Jónatansson.

Húsiđ er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara međ lágu valmaţaki og á háum kjallara. Veggir eru múrhúđađir og bárujárn á ţaki en breiđir krosspóstar í gluggum. Á suđurhliđ er lítill inngönguskúr eđa dyraskýli úr timbri. Húsiđ er ađ ytra byrđi nánast óbreytt frá upphafi,líklega ađeins ađ dyraskýlinu á austurhliđ undanskildu. Húsiđ er teiknađ sem einbýlishús međ eldhús, stofu og herbergjum á hćđ en m.a. ţvottahús og geymslur í kjallara. Margir hafa búiđ hér í lengri eđa skemmri tíma. Um miđja 20.öldina var hér búsettur P. Chr. Lihn. Hann starfađi sem skógerđarmeistari á Iđunni en var einnig ötull garđyrkjumađur. Hér var sérlega gróskumikill skrúđgarđur ásamt gróđurhúsi, ţar sem Lihn rćktađi m.a. grasker sbr. ţessa mynd hér.

Munkaţverárstrćti er snoturt og vel viđ haldiđ funkishús. Í Húsakönnun 2015 er ţađ taliđ hluti af samstćđri heild áţekkra funkishúsi og sagt svo til upprunalegt í útliti. Ţá er á lóđarmörkum girđing međ járnaverki og steinstöplum. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018.

Heimildir

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1935-41.  Fundur nr. 774, 11. maí 1936.

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Minni ađ sjálfsögđu á söfnunina á Karolina Fund fyrir prentun fyrirhugađrar bókar; Norđurbrekkan milli Gils og klappa. Ţađ er raunar ţannig, ađ útgáfan stendur og fellur međ ţessari söfnun ţannig ađ til mikils er ađ vinna fyrir áhugasama.


Bloggfćrslur 1. júlí 2018

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • PA090813
 • P5130723
 • PA090814
 • PA090810
 • PA090811

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 242
 • Sl. viku: 645
 • Frá upphafi: 219575

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 459
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband