"Stórafmælishús" á Akureyri

Ég haft ófá orð um það hér, að vefur þessi eigi 10 ára afmæli á þessu ári og birt ýmislegt til gagns og kannski ekki síst gamans af því tilefni. Meðal annars lista yfir 100 elstu hús Akureyrar og birt yfirlit yfir alla pistla frá upphafi. En það er ekki bara þessi vefur þessi sem á stórafmæli, heldur einnig mörg elstu hús Akureyrar. Hér eru hús, komin á annað hundraðið í aldursárum, sem eiga stórafmæli í ár. Að sjálfsögðu er ævinlega örlítill fyrirvari á byggingarárum elstu húsanna.

170 ára:

Þrjú hús, sem öll standa við Aðalstræti eru talin byggð 1849 og eru því 170 ára í ár. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (sem bjó einmitt í Aðalstræti 50) var um fermingu þegar þessi hús voru byggð og Thomas Edison, sem fann upp ljósaperuna og fleiri hagnýta hluti var tveggja ára. Þessi hús voru 69 ára þegar Ísland varð fullvalda og 95 ára þegar Lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum. Og fyrst minnst er á stofnun Lýðveldisins má koma því, að aldursár þessara húsa eru álíka mörg og fjöldi daga frá áramótum til 17. júní. 

Nonnahús, Aðalstræti 54.

p5230010.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Friðbjarnarhús, Aðalstræti 46.

P8150041

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalstræti 50.

P8150042 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

160 ára:

Gamla apótekið, Aðalstræti 4, sem nýverið hlaut gagngerar endurbætur og er nú ein af perlum Innbæjarins er byggt 1859 og á því "tvöfalt áttræðisafmæli" í ár. Húsið er þremur árum eldra en Akureyrarkaupstaður, sem stofnaður var 1862.

P8070678

 

 

 

 

 

 

 

 

 

140 ára:

Lundargata 2, Háskenshús var byggt 1879 og er þannig jafnaldri Alberts Einstein.

 p2100007.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

120 ára:

Aðalstræti 17, Norðurgata 1, Norðurgata 3 og Spítalavegur 9 eru byggð 1899.

P6190009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6220121

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

p6220122.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P7310010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

110 ára:

Hamborg, Hafnarstræti 94 er byggt 1909.

PC020866

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

100 ára:

Eftir því sem ég kemst næst eru þrjú hús innan þéttbýlismarka Akureyrar (Ath. þekki því miður ekki til varðandi Grímsey og Hrísey) sem byggð eru 1919 og bætast því í ár í hóp þeirra 150-200 Akureyrarhúsa sem náð hafa 100 árum. Húsin eru Oddeyrargata 8, Gránufélagsgata 21 og Hafnarstræti 82.

P5030002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P5050001 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

p3060054.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu óska ég öllum hlutaðeigandi, íbúum og eigendum umræddra húsa sem og fyrirtækjum og stofnunum sem þar eiga aðsetur til hamingju með stórafmælin.smilecool 


Bloggfærslur 23. október 2019

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 314
  • Frá upphafi: 451037

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband