Hús dagsins: Laugargata 2

Vorið 1944 fékk Vernharður Sveinsson „lóðina á milli Snorra Sigfússonar og Jónasar PC070965Kristjánssonar“ . Þar var um að ræða Hrafnagilsstræti 8 og Skólastíg 7. Rúmu ári síðar, í júlí 1945 var honum leyft að reisa hús: 2 hæðir á lágum grunni,byggt úr steinsteypu, loft og þak steinsteypt. Stærð hússins að grunnfleti 11,0x10,3m að viðbættu útskoti að sunnan 0,9x6,57m. Snemma sumars 1946 var Vernharði síðan leyft að færa norðurvegg einum metra sunnar, og fullbyggt var húsið 1947. Teikningarnar að húsinu gerði Þórir Baldvinsson.

Húsið er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir og þakpappi á þaki og margskiptir póstar í gluggum. Útskot er á suðurhlið með svölum til austurs.  Vernharður Sveinsson  sem byggði húsið var fæddur að Nesi í Höfðahverfi. Hann var kvæntur Maríu Sveinlaugsdóttur, sem fædd var á Mjóafirði. Vernharður var samlagsstjóri Mjólkursamlags KEA um áratugi en hann vann hjá samlaginu í ein 62 ár, eða frá 15 til 77 ára aldurs og átti þar starfsaldursmet. Bjuggu þau Vernharður og María hér um áratugasakeið, en hann bjó hér til æviloka 1991. María Sveinlaugsdóttir lést 1996. Húsið mun alla tíð hafa verið einbýli og hefur líkast til alltaf fengið gott viðhald. Það mun að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð.

Laugargata 2 er sérlega reisulegt og glæst funkishús. Það er í mjög góðri hirðu, í því nýlegir gluggar sem eru í samræmi við upprunalega hönnun hússins og frágangur hússins allur hinn snyrtilegasti. Lóðin er nokkuð víðlend, enda er húsið það eina vestan Laugargötu. Lóðina prýða mörg gróskumikil tré, m.a. reynitré. Steyptur kantur á lóðarmörkum myndar skemmtilega heild með húsinu. Norðan við húsið er steyptur bílskúr, byggður árið 2000 eftir teikningum Fanneyjar Hauksdóttir.  Hann fellur vel inn í umhverfið. Hús og næsta umhverfi er allt í afbragðs góðri og frágangur allur hinn snyrtilegasti. Húsið hlýtur 6. Stigs varðveislugildi í Húsakönnun 2016. Myndin er tekin þann 7. desember 2019.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 971. 14. apríl 1944.  Fundur nr. 1025, 27. júlí 1945.  Fundur nr. 1055, 7. júní 1946. óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf


Bloggfærslur 3. febrúar 2020

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 420867

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband