Hús dagsins: Norðurgata 44

Norðurgötu 44 reisti Þorsteinn Sigurbjörnsson árið 1946. P4220985Hann fékk lóðina og leyfi til þess að reisa hús á tveimur hæðum úr steinsteypu með valmaþaki úr timbri, að stærð 10,7x8,2m. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson.

Norðurgata 44 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Veggir eru með steiningarmúr, bárujárn á þaki og einfaldir, lóðréttir póstar í gluggum. Austanmegin á suðurhlið er útskot með svölum til suðvesturs á efri hæð.

Þorsteinn Sigurbjörnsson, sem reisti húsið var fæddur á Fagrabæ í Grýtubakkahreppi og vann lengst af sem kokkur á hinum ýmsu skipa. Hann var kvæntur Sigríði Guðnadóttur frá Meðalheimi á Svalbarðsströnd. Þau bjuggu hér í um hálfa öld, en Þorsteinn lést 1994 og Sigríður árið 2001.  Húsið er að mestu leyti óbreytt frá upphafi, en það er ekki óalgengt þegar sömu eigendur voru frá upphafi um áratugaskeið. Í upphafi virðist húsið hafa verið einbýlishús en nú eru í því tvær íbúðir, ein á hvorri hæð.

Norðurgata 44 er látlaust en glæst hús og í mjög góðri hirðu. Á því er t.d. nýlegt þakjárn. Suðvestanvið húsið er verklegur sólpallur úr timbri og á lóðarmörkum er steyptur verkur með járnavirki, sem móðins var um miðja 20. öld og eru mikil prýði. Höfundi er ekki kunnugt um húsakönnun hafi verið unnin fyrir þetta svæði eða að húsið hafi varðveislugildi. Af öðrum mannvirkjum á lóðinni má nefna bílskúr á norðausturhorni, sem Þorsteinn og Sigríður byggðu um 1962 en bílskúrinn teiknaði Páll Friðfinnsson. Allt er húsið, umhverfi þess og lóð vel frágengið og snyrtilegt og til mikillar prýði. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1045, 1. mars 1946. Fundur nr. 1051, 26. apríl 1946. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 15. maí 2021

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 451428

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband