Hús dagsins: Norðurgata 46

Haustið 1946 fékk Þórólfur Sigurðsson lóðina og byggingarleyfi skv. teikningu.P4220986 Ekki var um frekari lýsingu að ræða en bygginganefnd krafðist hins vegar breytinga á teikningu. Teikningar að húsinu eru ekki aðgengilegar á kortagrunni Akureyrarbæjar, en elstu teikningar sem þar eru að finna eru raflagnateikningar eftir Sig. Þorgrímsson frá 1946. Þar finnast einnig teikningar Jóns Geirs Ágústssonar frá 1962 af breytingum á neðri hæð, en ekki tekið fram í hverju þær breytingar felast.

Norðurgata 46 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og þrískiptir, lóðréttir póstar í gluggum. Á suðvesturhorni eru síðir og breiðir horngluggar og á miðri framhlið eru svalir með skrautlegu járnavirki.

Þórólfur Sigurðsson, sem byggði húsið var fæddur árið 1902 í Syðra- Dalsgerði í Saurbæjarhreppi. Hann var bóndi þar og einnig á Saurbæ árin 1931-33 en starfaði lengst af sem húsasmiður. Bjó hann hér og seinni kona hans, Sigurpálína Jónsdóttir frá Hauganesi, um árabil. Margir hafa búið hér um lengri og skemmri tíma. Ef húsinu er flett upp á timarit.is koma upp 44 niðurstöður, sú elsta frá október 1950, þar sem Aðalsteinn Þórólfsson auglýsir barnavagn til sölu. Árið 2017 þjónaði húsið sem kvikmyndasett fyrir stuttmyndina Saman og saman með þeim stórleikkonum Sunnu Borg og Sögu Jónsdóttur í aðalhlutverkum. Leikstjóri var Hreiðar Júlíusson.

Húsið er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu og þegar þetta er ritað skartar húsið skemmtilegum gulbrúnum lit. Líkt og við flest hús við ytri hluta Norðurgötu er steyptur veggur með járnavirki á lóðarmörkum. Ein íbúð er í húsinu.  

Þar sem höfundi er ekki kunnugt um, að húsakönnun hafi verið unnin um Norðurgötu norðan Eyrarvegar liggur ekki fyrir hér hvort húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar eindregið álit þess sem þetta ritar, að öll Norðurgatan skuli njóta óskoraðs varðveislugildis. Þ.á.m. hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl frá miðri 20. öld, norðan Eyrarvegar. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1064, 20. sept. 1946. Fundur nr. 1067, 25. okt. 1946. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 7. júní 2021

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_1930
  • IMG_1950
  • IMG_1939
  • IMG_1940 - afrit
  • IMG_1940

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 37
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 315
  • Frá upphafi: 451446

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 218
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband