Einfalt reikningsdæmi

Svo virðist, sem ríkjandi hafi verið viss misskilningur eða óskhyggja þess efnis, að bóluefnin:

a) virki eins og teflon á kórónuveiruna þ.e. bólusettir einhvern veginn hrindi henni frá sér

b) ákveðið bólusetningarhlutfall myndi útrými veirunni alveg.

(Seinni punkturinn getur mögulega átt við- þ.e. ef hlutfallið á við alla 8.000.000.000 jarðarbúa. En það virðist því miður langt í land með það).

Nú liggur fyrir að vernd gegn smiti er 60 % og gegn alvarlegum einkennum sé 90 %. Einhvern tíma skildist mér að þetta þýði eftirfarandi:  Af 10 manns, bólusettum, sem annars hefðu allir smitast, myndu 6 sleppa (60% af 10); 4 smitast og þar af 1 veikjast alvarlega (10% af 10) alvarlega. Hvað þýðir þetta í stærra samhengi? Hér koma nokkrar hugleiðingar, með einföldum reikningsdæmum. Ekki skildi taka þessum reikningum sem neinum algildum vísindum

Ef við uppreiknum þetta í t.d. 10.000 manns eru það 4000 manns sem geta smitast og 1000 sem geta veikst alvarlega.

Ég hef ævinlega skilið þetta þannig, að þessi 90% vörn miðist við heildina. En ef gefum okkur hins vegar það, að bóluefnin veiti téðum 4000 bólusettum sem smitast 90 % vörn þýðir það, að 10% , þ.e. 0,1x4000 = 400 gætu veikst alvarlega

 

Nú munu 250.000 manns hérlendis bólusettir. Það þýðir, samkvæmd fyrri forsendu, vitaskuld að 0,6x250.000 = 150.000 manns eru varðir fyrir smiti og 0,9x250.000 = 225.000 varðir fyrir alvarlegum veikindum. Sem er auðvitað frábært og ljóst, að bólusetningin skilar miklum árangri.

Engu að síður þýðir það, að fræðilega gætu  100.000 manns smitast og 25.000 veikst alvarlega. Það er heill (afsakið orðbragðið undecided) helvítis hellingur.

Ef við hins vegar reiknum með því, að bóluefnin verndi þá 100.000 sem gætu smitast í 90% tilfella, fækkar mögulegum alvarlega veikindatilfellum niður í 0,1x100.000= 10.000. En 10.000 alvarlega veikir Covid-sjúklingar er auðvitað ekkert smáræði fyrir heilbrigðiskerfið. 

Svo ekki sé minnst á hina 120.000 sem eru óbólusettir. 

Það skal tekið fram, að þarna er um að ræða verstu mögulegu útkomu, miðað við einfaldaðar forsendur.

Engu að síður er staðan er þó vissulega víðsjárverð. sealed


mbl.is Búast má við að fólk veikist alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2021

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3323 - afrit
  • Leifshús
  • Skjámynd 2025-07-29 101559
  • Skanni 20250728 (3)
  • Skanni 20250728 (3)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 46
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 344
  • Frá upphafi: 452845

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband