Einfalt reikningsdæmi

Svo virðist, sem ríkjandi hafi verið viss misskilningur eða óskhyggja þess efnis, að bóluefnin:

a) virki eins og teflon á kórónuveiruna þ.e. bólusettir einhvern veginn hrindi henni frá sér

b) ákveðið bólusetningarhlutfall myndi útrými veirunni alveg.

(Seinni punkturinn getur mögulega átt við- þ.e. ef hlutfallið á við alla 8.000.000.000 jarðarbúa. En það virðist því miður langt í land með það).

Nú liggur fyrir að vernd gegn smiti er 60 % og gegn alvarlegum einkennum sé 90 %. Einhvern tíma skildist mér að þetta þýði eftirfarandi:  Af 10 manns, bólusettum, sem annars hefðu allir smitast, myndu 6 sleppa (60% af 10); 4 smitast og þar af 1 veikjast alvarlega (10% af 10) alvarlega. Hvað þýðir þetta í stærra samhengi? Hér koma nokkrar hugleiðingar, með einföldum reikningsdæmum. Ekki skildi taka þessum reikningum sem neinum algildum vísindum

Ef við uppreiknum þetta í t.d. 10.000 manns eru það 4000 manns sem geta smitast og 1000 sem geta veikst alvarlega.

Ég hef ævinlega skilið þetta þannig, að þessi 90% vörn miðist við heildina. En ef gefum okkur hins vegar það, að bóluefnin veiti téðum 4000 bólusettum sem smitast 90 % vörn þýðir það, að 10% , þ.e. 0,1x4000 = 400 gætu veikst alvarlega

 

Nú munu 250.000 manns hérlendis bólusettir. Það þýðir, samkvæmd fyrri forsendu, vitaskuld að 0,6x250.000 = 150.000 manns eru varðir fyrir smiti og 0,9x250.000 = 225.000 varðir fyrir alvarlegum veikindum. Sem er auðvitað frábært og ljóst, að bólusetningin skilar miklum árangri.

Engu að síður þýðir það, að fræðilega gætu  100.000 manns smitast og 25.000 veikst alvarlega. Það er heill (afsakið orðbragðið undecided) helvítis hellingur.

Ef við hins vegar reiknum með því, að bóluefnin verndi þá 100.000 sem gætu smitast í 90% tilfella, fækkar mögulegum alvarlega veikindatilfellum niður í 0,1x100.000= 10.000. En 10.000 alvarlega veikir Covid-sjúklingar er auðvitað ekkert smáræði fyrir heilbrigðiskerfið. 

Svo ekki sé minnst á hina 120.000 sem eru óbólusettir. 

Það skal tekið fram, að þarna er um að ræða verstu mögulegu útkomu, miðað við einfaldaðar forsendur.

Engu að síður er staðan er þó vissulega víðsjárverð. sealed


mbl.is Búast má við að fólk veikist alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi niðurstaða byggir á tveimur grundvallarvillum.

Fyrri villan í þessu er sú að reikna með að 25% þeirra sem smitast þurfi á spítala. Í raun og veru eru það um 5% þeirra sem greinast hérlendis, um 3% þeirra sem smitast, þar sem aðeins rúmur helmingur smita greinist.

Síðari villan er að gera ráð fyrir að bóluefnið veiti þeim 40% bólusettra sem smitast enga vörn gegn alvarlegum veikindum þegar veruleikinn er sá að það veitir bólusettum almennnt 90% vörn.

Reikningsdæmið er því svona rétt:

10.000 eru útsettir fyrir smiti og 4.000 smitast.

3% þeirra sem smitast (og eru óbólusettir) lenda á spítala. Það væru þá 120 manns.

Vegna bólusetningar eru hins vegar 90% af þessum 10.000 varðir fyrir alvarlegum veikindum. Þá eru 1000 manns eftir, jafn-óvarðir og óbólusettir.

3% hinna óvörðu lenda á spítala. Það eru 30 manns.

Uppreiknað í 250.000 mætti þá reikna með að 750 manns þurfi spítalavist í allt. Og þetta gerist vitanlega ekki allt í einu. Því er engin ástæða til að ætla að heilbrigðiskerfið sligist vegna bólusettra sem smitast. Á hverju ári leggjast t.d. 25.000 manns inn á LSH.

Hvað þá með hina óbólusettu? Það eru fyrst og fremst börn og unglingar, sem flensa er hættulegri en covid, og að öðru leyti er yfirgnæfandi meirihluti þeirra yngra fólk sem er í afar lítilli hættu á að veikjast. Líkurnar á að 10-19 ára lendi á spítala eru t.d. um 0,1%.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.7.2021 kl. 20:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Harðar takmarkanir á bólusetta strax.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2021 kl. 22:34

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka innlit og athugasemdir. Þess má geta, að þessir reikningar eru svosem engin algild vísindi- enda hef ég enga sérfræðiþekkingu á sviði smitsjúkdóma eða faraldsfræði- heldur einhvers konar hugleiðingar um það sem mögulega gæti verið. Það er auðvitað ekki þannig að hvert einasta mannsbarn smitist, þó það sé fræðilega möguleiki. Ævinlega sleppa einhverjir við smit (bólusettir eða ekki, sumir einfaldlega taka ekki sumar pestir). Þetta er þannig aðeins nokkurs konar viðmið, miðað við það sem á ensku kallast "worst case scenario" Það er e.t.v. eitthvað sem koma þyrfti fram í færslunni. Ég tek því heilshugar undir útreikninga Þorsteins, sem eru ótvírætt nákvæmari og líklega nær raunveruleikanum en mínir. Sem betur fer.

Það er svo sannarlega ljóst að takmarkana er þörf, hvort sem er á bólusetta sem og aðra.  

Arnór Bliki Hallmundsson, 21.7.2021 kl. 22:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takmarkana er fyrst og fremst þörf á bólusetta af þeirri einföldu ástæðu að öll smitin í þessari bylgju koma frá þeim, sem flytja þau óhindrað inn um landamærin.

Aftur á móti þarf engar sérstakar takmarkanir á þá sem smita engan því af þeim stafar engin hætta. Eftir að hafa lagt mikið á sig í 17 mánuði eða lengur til að forðast smit og svokölluð "bóluefni", eiga þau sem engin hætta stafar frá þvert á móti réttmæta kröfu til samfélagsins um að vera núna vernduð fyrir þeim sem öll hættan stafar frá.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2021 kl. 23:09

5 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Áhugverður punktur, Guðmundur. Bólusettir geta kannski, öðrum fremur, gengið um með veiruna einkennalausir og dreift henni áfram til hinna. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 22.7.2021 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 244
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband