Hús dagsins: Ránargata 18

Ránargötu 18 reisti Anton Benjamínsson árið 1948. P5010996Bygginganefnd hafði ekki mörg orð um það, þegar honum var veitt byggingarleyfi, í júní 1947, aðeins að húsið væri reist samkvæmt teikningu. Framan af fylgdu jafnan nokkrar lýsingar á fyrirhuguðum húsum í bókunum bygginganefndar, en líklega hefur það þótt óþarfi eftir því sem störf bygginganefndar og fyrir lágu nokkuð fullkomnar teikningar. En teikningar að húsinu gerði Páll Friðfinnsson

Ránargata 18 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, um 11,2x9,5m að grunnfleti auk mjórra útskota norðanmegin á og vestarlega á suðurhlið. Áfast síðarnefndu útskoti eru svalir. Einfaldir, lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í flestum gluggum, veggir múrhúðaðir og bárujárn á þaki.

Anton Benjamínsson, sem reisti húsið, hét fullu nafni Arngrímur Anton Benjamínsson og var fæddur í Koti í Svarfaðardal árið 1909 en uppalin á Sauðaneskoti í sömu sveit. Eiginkona hans var Jónína Sæmundsdóttir frá Holti í Glerárþorpi en þau bjuggu sín fyrstu búskaparár í Glerárþorpi, nánar tiltekið í Sólheimum. Anton var vélstjóri og stundaði útgerð um árabil á eigin bátum. Á efri árum var hann vélstjóri á hinum valinkunna flóabát Drangi auk þess sem hann starfaði á Gefjun. Þau Anton og Jónína munu hafa búið á efri hæð hússins, en haft var eftir Antoni, að vegna fjárhagsörðugleika hefði hann orðið að selja neðri hæðina til þess að hafa efni á fullgera efri hæðina. Var það sjálfsagt ekkert einsdæmi. Anton bjó hér til æviloka, 1972, en Jónína bjó áfram hér í einhvern tíma. Hún lést í ársbyrjun 1997. Hafa síðan ýmsir átt og búið á tveimur hæðum hússins. Enn í dag er húsið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð og er húsið næsta lítið breytt frá upphafi að ytra byrði.  

Ránargata 18 er snyrtilegt og vel hirt hús og til mikillar prýði í samstæðri götumynd tveggja hæða steinhúsa frá miðri síðustu öld. Það er álit þess sem þetta ritar, að þessar húsaröð og einstök hús innan þeirra séu vel þess virði, að hljóta einhvers konar varðveislugildi. En það er auðvitað aðeins persónuleg skoðun höfundar, ekki sérfræðiálit. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 1. maí 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1078, 13. júní 1947. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


Bloggfærslur 21. ágúst 2021

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3323 - afrit
  • Leifshús
  • Skjámynd 2025-07-29 101559
  • Skanni 20250728 (3)
  • Skanni 20250728 (3)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 301
  • Frá upphafi: 452802

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband