Hús dagsins: Ránargata 18

Ránargötu 18 reisti Anton Benjamínsson árið 1948. P5010996Bygginganefnd hafði ekki mörg orð um það, þegar honum var veitt byggingarleyfi, í júní 1947, aðeins að húsið væri reist samkvæmt teikningu. Framan af fylgdu jafnan nokkrar lýsingar á fyrirhuguðum húsum í bókunum bygginganefndar, en líklega hefur það þótt óþarfi eftir því sem störf bygginganefndar og fyrir lágu nokkuð fullkomnar teikningar. En teikningar að húsinu gerði Páll Friðfinnsson

Ránargata 18 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, um 11,2x9,5m að grunnfleti auk mjórra útskota norðanmegin á og vestarlega á suðurhlið. Áfast síðarnefndu útskoti eru svalir. Einfaldir, lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í flestum gluggum, veggir múrhúðaðir og bárujárn á þaki.

Anton Benjamínsson, sem reisti húsið, hét fullu nafni Arngrímur Anton Benjamínsson og var fæddur í Koti í Svarfaðardal árið 1909 en uppalin á Sauðaneskoti í sömu sveit. Eiginkona hans var Jónína Sæmundsdóttir frá Holti í Glerárþorpi en þau bjuggu sín fyrstu búskaparár í Glerárþorpi, nánar tiltekið í Sólheimum. Anton var vélstjóri og stundaði útgerð um árabil á eigin bátum. Á efri árum var hann vélstjóri á hinum valinkunna flóabát Drangi auk þess sem hann starfaði á Gefjun. Þau Anton og Jónína munu hafa búið á efri hæð hússins, en haft var eftir Antoni, að vegna fjárhagsörðugleika hefði hann orðið að selja neðri hæðina til þess að hafa efni á fullgera efri hæðina. Var það sjálfsagt ekkert einsdæmi. Anton bjó hér til æviloka, 1972, en Jónína bjó áfram hér í einhvern tíma. Hún lést í ársbyrjun 1997. Hafa síðan ýmsir átt og búið á tveimur hæðum hússins. Enn í dag er húsið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð og er húsið næsta lítið breytt frá upphafi að ytra byrði.  

Ránargata 18 er snyrtilegt og vel hirt hús og til mikillar prýði í samstæðri götumynd tveggja hæða steinhúsa frá miðri síðustu öld. Það er álit þess sem þetta ritar, að þessar húsaröð og einstök hús innan þeirra séu vel þess virði, að hljóta einhvers konar varðveislugildi. En það er auðvitað aðeins persónuleg skoðun höfundar, ekki sérfræðiálit. Meðfylgjandi mynd er tekin þ. 1. maí 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1078, 13. júní 1947. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Í Fb-hópnum Gamlar myndir af Ak. er mynd frá Strandgötu sem greinilega er frá 1908 eða fyrr, þar sem Strandg.33 með turnunum er óbrunnin (tékkaði í þínum pistli á þessu). En á Strandgötu 35, sem enn stendur (eða milli húsanna) er fáni sem lítur út f.að vera sá íslenski, en f.1908 var hann ekki einu sinni til sem hugmynd. Fáninn hlýtur þá að vera norskur. Var ræðismaður Noregs í þessu húsi? - Engin/n sem skrifar ummæli veitir þessum fána athygli.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 26.8.2021 kl. 22:56

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl. Á þessum tíma bjó viðskiptamógúllinn og athafnamaðurinn Júlíus V. Havsteen í Strandgötu 35. Húsið byggði hann 1888. Hann var einmitt konsúll Svía og Norðmanna svo þetta getur vel staðist. Ég verð einmitt að viðurkenna, að ég hafði ekki veitt þessum fána athygli...

Arnór Bliki Hallmundsson, 27.8.2021 kl. 14:53

3 identicon

Takk. Hjá Ljósmymdasafni Rvíkur er talsvert af myndum, sem eru illa/rangt aldursgreindar. Ég hef setið talsvert við að skoða myndir þess - hvað betra að gera þegar bæði er vetrarveður og pest? Og hef oft bent safninu á villur, bæði í aldursgreiningum o.fl. Ruglað var t.d. saman strætó og langferðabílum. Þetta krefst auðvitað ákveðinnar þekkingar (stundum bara gúgls) og þjálfar líka athyglisgáfuna. Eins og Sherlock sagði við Watson: You see, but you do not observe. Það er málið.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 27.8.2021 kl. 17:40

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl. Ég kannast svo sannarlega við þetta. Ég hef óskaplega gaman af þessu, að aldursgreina gamlar myndir eftir því hvort hús eru risin o.s.frv. Og varðandi rangar aldursgreiningar á myndasöfnum dettur mér í hug mynd, sem sýndi Strandgötu og var sögð tekin á bilinu 1903-09. Þar mátti hins vegar sjá, uppi í brekkunum, hús við Oddeyrargötu sem byggð voru 1920.  Ég sendi að sjálfsögðu ábendingu og var hún að sjálfsögðu þegin með þökkum.  

Arnór Bliki Hallmundsson, 28.8.2021 kl. 17:25

5 identicon

Takk. Svo er auðvitað umferðin: hægri/vinstri. Ég hef séð í Lj.safninu myndir sem sýndu m.a. umferð og sagðar frá 1965-70 eða álíka. Í maí 1968 kom hægri umferð, svo þetta er einfalt. Stundum er aldursbilið alltof langt, t.d. 1975-90. Oftast er þá hægt að sjá verslanir eða annað sem afmarkar tímann miklu betur, eða jafnvel að hús á myndunum hafa brunnið.

Ég hélt í gær að norski fáninn sýndi að myndin úr Strandgötu væri tekin eftir 1905, en nei, fáninn var kominn f. aldamót og þetta var í raun sambandsríki 2ja þjóða undir sama kóngi. Svo ákvað norska þingið að skilja endanlega við Svía 1905, og það samþykkti með naumum meirihluta að fá kóng en stofna ekki lýðveldi. 

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 28.8.2021 kl. 18:50

6 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já- það er nú eiginlega eitthvað sem ætti ekki að klikka á; ef myndin sýnir vinstri umferð er hún örugglega tekin fyrir vorið 1968...Líklega var Havsteen konsúll sambandsríkisins þegar hann tók við embættinu (veit reyndar ekki hvenær það var) en síðan hefur verið einboðið að embættið héldist óbreytt þó ríkin væru orðin tvær, eftir 1905. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 31.8.2021 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 328
  • Frá upphafi: 420301

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 223
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband