Húsaáætlun 2025 (fyrstu mánuðina og fram á sumar)

Í fyrsta skipti í 15 ára sögu vefsíðunnar arnorbl.blog.is birti ég hér með HÚSAÁÆTLUN fyrir næsta misseri eða rúmlega það. En svo vill til, að á nýju ári eiga tvö elstu hús bæjarins stórafmæli en sléttir fjórir áratugir skilja að Laxdalshús og Gamla Spítalann sem verða 230 og 190 ára á komandi ári. (Skjaldarvíkurstofan, sem talinn er austasti hluti Gránufélagshúsanna er reyndar -heimildum ber ekki saman- talin jafnaldri Gamla Spítalans).

Af því tilefni er ætlunin að fyrsta hús á nýju ári verði Laxdalshús, þá Gamli Spítalinn eða Gudmanns Minde. Um öll þessi hús fjallaði ég á fyrstu árum síðunnar en nú er kominn tími á uppfærslu. 

Í kjölfarið ætla ég svo að birta umfjallanir í elstu hús bæjarins í aldursröð (eða nokkurn veginn, stundum ber heimildum ekki saman)  fram á vorið en líkt og börnin forðum verður umfjöllunin "send í sveit" með sumrinu og 25. júní, á 16 ára afmæli Húsa dagsins ætla ég að taka upp þráðinn á Skipalóni og birta umfjöllun um Smíðahúsið (Lónsstofu tók ég fyrir á afmælisdegi Húsa dagsins á þessu ári). 

Að öllu jöfnu birtast 2-4 pistlar í mánuði svo áætlunin gæti verið á þessa leið:

JANúAR  Laxdalshús, Hafnarstræti 11

        Gamli Spítalinn, Gudmanns minde, Aðalstræti 14

FEBRÚAR Aðalstræti 52

        Aðalstræti 44

MARS    Aðalstræti 66

        Aðalstræti 66b

        Aðalstræti 62

APRÍL   Eyrarlandsstofa

         Nonnahús 

MAÍ      Aðalstræti 50

         Aðalstræti 2

JÚNÍ     Aðalstræti 40 

         Aðalstræti 42

25. JÚNÍ Smíðahúsið á Skipalóni

Sumar   Gömul hús í sveitunum nærri Akureyri

(Á þessum lista ættu einnig að vera Aðalstræti 6 og Frökenarhús, Lækjargata 2a en stutt síðan ég tók þau fyrir nokkuð ítarlega)

Á þessari áætlun eru að sjálfsögðu allir hugsanlegir fyrirvarar og hún er auðvitað aðeins til viðmiðunar, vel gæti verið að önnur hús slæðist inn á milli ef svo ber undir.


Bloggfærslur 16. desember 2024

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_2890
  • IMG_2885
  • IMG_2892
  • IMG_2888
  • IMG_2887

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 445777

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband