Húsaáætlun 2025 (fyrstu mánuðina og fram á sumar)

Í fyrsta skipti í 15 ára sögu vefsíðunnar arnorbl.blog.is birti ég hér með HÚSAÁÆTLUN fyrir næsta misseri eða rúmlega það. En svo vill til, að á nýju ári eiga tvö elstu hús bæjarins stórafmæli en sléttir fjórir áratugir skilja að Laxdalshús og Gamla Spítalann sem verða 230 og 190 ára á komandi ári. (Skjaldarvíkurstofan, sem talinn er austasti hluti Gránufélagshúsanna er reyndar -heimildum ber ekki saman- talin jafnaldri Gamla Spítalans).

Af því tilefni er ætlunin að fyrsta hús á nýju ári verði Laxdalshús, þá Gamli Spítalinn eða Gudmanns Minde. Um öll þessi hús fjallaði ég á fyrstu árum síðunnar en nú er kominn tími á uppfærslu. 

Í kjölfarið ætla ég svo að birta umfjallanir í elstu hús bæjarins í aldursröð (eða nokkurn veginn, stundum ber heimildum ekki saman)  fram á vorið en líkt og börnin forðum verður umfjöllunin "send í sveit" með sumrinu og 25. júní, á 16 ára afmæli Húsa dagsins ætla ég að taka upp þráðinn á Skipalóni og birta umfjöllun um Smíðahúsið (Lónsstofu tók ég fyrir á afmælisdegi Húsa dagsins á þessu ári). 

Að öllu jöfnu birtast 2-4 pistlar í mánuði svo áætlunin gæti verið á þessa leið:

JANúAR  Laxdalshús, Hafnarstræti 11

        Gamli Spítalinn, Gudmanns minde, Aðalstræti 14

FEBRÚAR Aðalstræti 52

        Aðalstræti 44

MARS    Aðalstræti 66

        Aðalstræti 66b

        Aðalstræti 62

APRÍL   Eyrarlandsstofa

         Nonnahús 

MAÍ      Aðalstræti 50

         Aðalstræti 2

JÚNÍ     Aðalstræti 40 

         Aðalstræti 42

25. JÚNÍ Smíðahúsið á Skipalóni

Sumar   Gömul hús í sveitunum nærri Akureyri

(Á þessum lista ættu einnig að vera Aðalstræti 6 og Frökenarhús, Lækjargata 2a en stutt síðan ég tók þau fyrir nokkuð ítarlega)

Á þessari áætlun eru að sjálfsögðu allir hugsanlegir fyrirvarar og hún er auðvitað aðeins til viðmiðunar, vel gæti verið að önnur hús slæðist inn á milli ef svo ber undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 41
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 440398

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 344
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband