7.1.2010 | 15:17
Gilin á Akureyri
Í síðustu færslu minntist ég á Gilið margfræga eða Grófargil eins og það heitir raunar. Það er einnig kallað Listagil enda ekki að ástæðulausu því þar eru staðsett mörg gallerý, tónleikasalir ( Deiglan, Ketilhús ), Listasafn Akureyrar sem og Myndlistarskólinn. Hefur þar á síðustu 15-20 árum farið fram markviss uppbygging listastarfs en áður var iðnaðarstarfsemi ríkjandi í gilinu. En Grófargil er aðeins eitt af mörgum giljum sem skera bæjarbrekkuna á Akureyri, en nokkur þeirra bera nöfn og hér ætla ég að fara yfir þau helstu. Nyrst þeirra, samhliða Grófargilinu er Skátagil. Það liggur skáhallt upp frá Hafnarstrætinu (Göngugötunni ) og er brattur göngustígur sem liggur þar neðst uppá bílastæði ofan Amarohússins. Þaðan liggur svo Oddagatan upp að höfðanum þar sem gilin tvö greinast. Á teikniborðinu mun vera mikil uppbygging á Skátagilinu sem útivistarsvæði og er það í tengslum við nýjan og endurbættan miðbæ. Um kílómeter sunnan Grófargils er síðan Búðargil eða Lækjargil eins og það er stundum líka kallað en Lækjargata liggur upp það gil. Það er mest þeirra gilja sem skera Brekkuna. Í norðurhlíð Búðargils voru kartöflugarðar Akureyringa allt frá aldamótunum 1800 eða þar um bil og enn eru ræktaðar þar kartöflur. Þá voru þarna vinsælar skíðabrekkur á vetrum. Norðurendi Kirkjugarðsins nær að suðurbrún gilsins en sá staður kallast Höfðinn (minnir að hann heiti annaðhvort Búðarhöfði eða Naustahöfði "fullu nafni" ). Það er einn af glæsilegustu útsýnisstöðum Akureyrar. Í neðri hluta Lækjargötunnar eru íbúðarhús en við efri hlutann voru lengi vel hesthús, þau síðustu voru rifin um 2005. Fyrir ekki svo löngu síðan var maður eiginlega kominn upp í sveit þegar komið var upp úr Búðargilinu. Beint upp af því var býlið Hlíð og tún allt um kring. Sunnan Kirkjugarðs, beint upp af Minjasafninu og Nonnahúsi er síðan Skammagil. Þar upp liggur gamall vegur sem var áður leiðin frá Kirkjunni upp í Kirkjugarð. Nú er hann hluti gönguleiðar sem liggur upp Skammagil eftir brekkubrúninni og niður Búðargilið, sk. Nonnaslóð. Lítið eitt sunnar, við veginn ofan Skautahallar er svo Naustagil. Það lætur ekki mikið yfir sér enda mun grynnra en hin gilin sem talin er upp hér og auk þess skógi vaxið að mestu leyti. Þá eru ótalin nokkur gil eða skorningar í brekkunni ofan Flugvallar auk þess sem nokkrir skorningar eru í brekkunni ofan Hafnarstrætis, sá mesti ofan Samkomuhússins. Líklegt þykir að það gil beri nafn en mér er alltént ekki kunnugt um það. Þar upp liggur mjór, snarbrattur og hlykkjóttur stígur sem kallaður er Menntavegurinn. Fyrir gangandi er hann kærkomin stytting á leið uppá Brekku en hann getur verið illfær í hálku og snjó. Um árabil hefur það verið fastur liður í busavígslu Menntaskólans á Akureyri er að láta nýnemana ganga upp Menntaveginn. En þessi stígur kallast hins vegar aðeins Menntavegur þegar farið er upp, á niðurleið nefnist hann Glötunarbraut !
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.