Árstíðir

p1030014.jpg   p7040031_978968.jpg Fyrir tilviljun á ég mynd af sömu risahvannarplöntunni, teknar á sitt hvorri árstíð. En þessi planta stendur  við syðri sporð brúarinnar yfir Glerá á Hörgárbraut ( Þjóðvegi 1 ) við verslunarmiðstöðina Glerártorg. Sumarmyndin er raunar tekin af ánni og eyjunni í henni en vetrarmyndina tók ég gagngert af plöntunni. Risahvönnin (Heracleum mategazzianum) er vissulega falleg en hún getur hins vegar reynst mikið skaðræði; ef safinn úr henni kemst í snertingu við húð getur það valdið einkennum sem svipar til brunasára. Sólarljós eykur enn á virkni safans. Í klakaböndum er plantan hins vegar sauðmeinlaus. Vetrarmyndin er tekin 3.janúar 2010 í -11°C frosti og heiðríkju; ekta norðlenskri vetrarblíðu. Það má sjá gufa uppúr hálf ísilagðri ánni.  Sumarmyndin er tekin 4.júlí 2009. Hitastigið að mig minnir 19°C, en eins og sjá má er vöxtur í Glerá. Það er ekki alveg glaðasólskin, en örfáum mínútum eftir að myndin var tekin brast á með ógurlegri hitaskúr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 436830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband