Hús dagsins: Hafnarstræti 82

Hafnarstræti 82 var reist úr steinsteypu árið 1919 fyrir Kaupfélag Eyfirðinga og hýsti byggingarvörudeild félagsins um áratugaskeið. Eins og gengur og gerist með elstu steinsteypuhús er húsiðp3060054.jpg nokkuð keimlíkt hefðbundinni gerð stórra timburhúsa á þessum tíma. Tvílyft með háu portbyggðu risi og tveimur kvistum og slútandi þaki og undan því standa útskornar sperrutær. En það er eitt einkenna Sveitzer húsa, veglegra timburhúsa ættaðra frá Noregi, sem vinsæl voru meðal efnafólks um 1900. Húsið stendur á uppfyllingu sem var mokuð úr brekkunni beint á móti og má þar nærri geta að lítið hafi verið um vélar við það verk, árið 1919. Þannig má gefa sér allan grunnflöt hússins og rúmlega það mokaðan úr snarbrattri brekku með skóflu og hjólbörum! Eitt sem kann að þykja sérkennilegt með húsið eru þessar dyr uppi á efri hæðum og á kvistunum. Þar eru þó hvorki svalir eða tröppur.  En sem áður segir verslaði KEA þarna með timbur og byggingarefni og var þetta hús þannig kallað Timburhúsið. Lager og geymslur munu hafa verið á efri hæðum og var timbur og annað góss híft þar upp inn um þessar dyr. Þar er komin skýringin skringilega staðsettu dyrum. Timburverslunin flutti úr húsinu 1963.  Nú hefur rútufyrirtækið SBA Norðurleið afgreiðslu þarna og hefur haft um árabil. Hér hefur lengi verið miðstöð rútusamgangna til og frá Akureyri og upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur þarna aðsetur einnig. Í daglegu tali er þetta hús því kallað Umferðarmiðstöðin réttilega. Á efri hæðum eru skrifstofur og að ég held nokkrar litlar íbúðir. Þessi mynd er tekin 6.3.2010. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þess má reyndar geta að í seinni tíð hafa verið settar svalir framan við nokkrar af þessum vörudyrum, t.d. á suðurgafli sem sjá má á myndinni og einnig minnir mig að svalir séu á bakhlið hússins.

Arnór Bliki Hallmundsson, 14.4.2010 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 436830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband