Akureyri International Airport

Ja, það skyldi þó ekki bara vera framtíðin. Síðustu daga í kring um helgina hefur verið heilmikið líf og fjör á Akureyrarflugvelli en hingað var millilandaflugi beint meðan Keflavíkurflugvöllur var lokaður. Stöðugur straumur var af heljarinar farþegaþotum og voru margir á ferðinni í kringum flugvöllinn þegar von var á þeim. Enda sjást þess konar vélar ekki hér á hverjum degi. Völlurinn virðist vera vel í stakk búinn fyrir millilandaumferð, enda nær flugbrautin nánast fram á Hrafnagil eftir lenginguna. Sennilega vantar uppá að stækka flugstöðina svo hún geti orðið fullburðug sem alþjóðaflugstöð. Önnur flugbraut yrði svo örugglega til bóta, en plássið á Hólmunum er nú reyndar ekki óþrjótandi. Önnur braut yrði líklega að liggja samsíða núverandi braut, því þó ég sé nú ekki flugfróður maður held ég að það væri afleitt að leggja braut þvert á fjörðinn. Vélin þyrfti þá að byrja ansi bratt klifur upp eftir Súlumýrum eða Vaðlaheiðinni strax og hún kæmist á loft. Efast um að slíkt væri mögulegt á stórum þotum. Með þessum flugvallarhugleiðingum set ég hér mynd þar sem sést vel yfir flugbrautina og athafnasvæði flugvallar (sést betur ef mynd er stækkuð), en ég klikkaði alveg á að vera með myndavélina þegar allar þoturnar voru hérna. Myndin er tekin 15.maí 2009.

p5150026.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband