Hús dagsins: Hafnarstræti 77

Hafnarstræti 77 er þrílyft steinsteypuhús með tiltölulega lágu risi, byggt árip3060053.jpgð 1923. Tveir turnar með lauklaga þaki á hornum hússins gefa því einstaklega skemmtilegan svip. Þeir munu þó vera seinni tíma viðbót við húsið, en líklega hefur þetta hús og það næsta, Hafnarstræti 79, sem sést hægra megin á myndinni verið einskonar "tvíburahús", en bæði eru húsin byggð 1923. Húsin eru reist á plássi sem skapaðist þegar brekkunni á bakvið var "mokað útí fjöru" en á þeirri uppfyllingu reis t.d. Hafnarstræti 82. Lengst af hefur húsið verið íbúðarhús, einhvern tíma var þarna klæðskeraverkstæði og ég man ekki betur en að þarna hafi verið gistiheimili fyrir einhverjum árum síðan. Frá 2008 hefur rútufyrirtækið  TREX haft aðsetur í húsinu og er afgreiðsla þess á 1.hæð en á þessum slóðum hefur verið miðstöð rútusamgangna við Akureyri svo áratugum skiptir. Þessi mynd er tekin 6.mars 2010. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband