Hús dagsins: Brekkugata 5

p6190089.jpg

Húsin sem ég hef birt hér á síðunni eru í misjöfnu standi. Í flestum tilfellum er þó um að ræða hús sem hafa verið gerð upp af miklum myndarbrag síðustu 10-15 ár en voru kannski áður orðin mjög hrörleg.  En hér er hús sem er í miðri endurbyggingu. Er þetta Brekkugata 5, en húsið er byggt 1908 og stendur í Miðbæ Akureyrar rétt norðvestan Ráðhústorgs. Brekkugata 5 er einlyft timburhús á háum kjallara með portbyggðu risi og miðjukvisti . Líklega hefur kjallarinn alltaf verið verslunarrými en nú er þarna ferðaskrifstofa . Held  að efri hæðir séu innréttaðar að mesti sem skrifstofur í dag. Þar hafa þó væntanlega verið íbúðir upprunalega, væntanlega ein fyrst en gæti svo hafa fjölgað með árunum. Lengst af var húsið bárujárnsklætt en nú er verið að setja á það panelklæðningu. Húsið á örugglega eftir að verða til mikillar prýði og verður spennandi að sjá hvernig endurbæturnar takast til. Það sem komið er sýnist mér bara lofa góðu. Þessi mynd er tekin fyrir rúmri viku, 19.júní 2010. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband