Hús dagsins: Oddeyrargata 15. Örlítið um R-stein.

p7100089.jpg

Í síðustu færslu fjallaði ég um Hafnarstræti 67 sem er eitt margra húsa sem Sveinbjörn Jónsson byggingarfræðingur og þúsundþjalasmiður teiknaði og reisti árin sem hann var á Akureyri. En flest hans hús reisti hann úr R-steini sem  var sérstök gerð múrsteina eða hleðslusteina sem hann fann upp og framleiddi.  En R-steinninn var steyptur múrsteinn sem var þannig í laginu að tveir fletir komu þvert á hvor á annan og mynduðu eins og lítið "r". Þegar þeim var hlaðið upp vísaði "þverleggurinn" inn í vegginn og var hleðslan tvöföld. Þannig myndaðist holrúm milli "þverleggjanna" sem einnig mynduðu einskonar burðarstoð. Í holrúmið var svo troðið einangrun. Oftast var þar um að ræða mó eða torfmylsnu. 

Fyrsta R-steins hús á Akureyri og raunar landinu öllu var Oddeyrargata 15 sem sést á myndinni hér til hliðar. En húsið var reist árið 1920 og Sveinbjörn teiknaði það og hafði umsjón með byggingu hússins. Fyrsti eigandi hússins var Þórhallur Bjarnarson prentari. Húsið var teiknað sem einbýli og hefur líkast til verið það alla tíð. Alltént er það einbýlishús í dag. Húsið er lítið breytt frá fyrstu gerð en þó hefur upprunalegum gluggapóstum verið skipt út fyrir þverpósta. Á gömlum myndum má sjá skífuklæðningu á þaki og hefur sú klæðning haldið sér, eins og sjá má á myndinni. Þessi mynd er tekin 10.júlí 2010.

Heimild:  Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál; Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni. Reykjavík: Fjölvi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilega pistla úr byggingarsögu Akureyrar, ég á eftir að halda áfram að líta hér við!

Bestu kveðjur, Daníel.

Daníel Starrason (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 04:19

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk sömuleiðis fyrir innlit og kærar kveðjur. Ég er reyndar nokkuð latari við að uppfæra þessa dagana en oft áður en hingað ættu að koma pistlar og myndir með nokkurra daga eða viku millibili.

Arnór Bliki Hallmundsson, 22.7.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband