Hús dagsins: Þorsteinsskáli

p7240165.jpg

Ég var á faraldsfæti í gær og svo verður  að sjálfsögðu einnig um "Hús dagsins". En ég brá mér uppí Herðubreiðarlindir og Öskju og á fyrrnefnda staðnum stendur einn af eldri  skálum Ferðafélags Akureyrar, Þorsteinsskáli. Hann er kenndur við Þorstein Þorsteinsson (1890-1954) ferðafrömuð á Akureyri en hann var lengi formaður Ferðafélags Akureyrar og einn af frumkvöðlum í hálendisferðum almennings. En skálinn er byggður 1958 og er sem áður segir staðsettur í Herðubreiðarlindum. Frá honum eru um 5km að fjallinu sjálfu en hluti þess sést einmitt hægra megin á  myndinni. Húsið er einlyft timburhús með risi og nokkuð stórt af fjallaskála að vera. En húsið var reist frá grunni í Lindunum en í dag er ekki óalgengt að fjallaskálum sé slegið upp í byggð (a.m.k. þeir minni)og þeir fluttir á staðinn. Byggingargerð fjallaskála og sæluhúsa er sjaldnast mjög fjölbreytt. Langoftast eru þetta einlyft hús og einföld að gerð og oft aðeins risþök. Enda er þeim fyrst og fremst ætlað að veita ferðalöngum skjól til svefns og matar og auk þess oft staðsett á stöðum þar sem óhægt er að flytja mikið efni til bygginga. Þá er algengara að skálar séu stækkaðir seinna ef þeir rúma illa gesti sem þá sækja. En Þorsteinsskáli er vel rúmgóður, þar er borðsalur, eldhús og ef ég man rétt herbergi (e.k. fararstjóraherbergi) á neðri en veglegt svefnloft í risinu. Hann er búinn öllum þeim helstu þægindum sem skálar þurfa að hafa* en í hann er leitt rennandi vatn og sólarsella sér húsinu fyrir rafmagni. Einusinni hef ég gist í húsinu og var það 16.ágúst 2003 í ferð FFA á Herðubreið. Að sjálfsögðu hef ég sjaldan sofið betur. Myndina tók ég í blíðskaparveðri í gær, 24.7.2010. Ég býst við að birta fleiri myndir á næstu dögum frá þessu magnaða svæði sem Ódáðahraun að Öskju er.

 

*Hér eru menn að sjálfsögðu ekki sammála hvaða "þægindi" skálar eiga að hafa. Mörgum finnst rafmagn og rennandi vatn óþarfa lúxus þegar farið er til fjalla en aðrir vilja helst hafa aðbúnaðinn eins og í stofunni heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 474
  • Frá upphafi: 436829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 303
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband