Ófært inní Öskju

Var á ferðinni um þessa leið sl. laugardag. Eins og nú var einmunablíða og mikil hlýindi bæði á hálendi og láglendi. Við tókum eftir því að Lindáin var talsvert öðruvísi á bakaleiðinni ( um kl. 20) heldur en á leiðinni uppeftir, sem var um tvöleytið. Í fyrra skiptið var nefnilega greinilegur straumur og greina mátti brot þar sem vaðið er. En um kvöldið var áin lygn eins og stöðuvatn, ekkert brot sjáanlegt og vatnsborðið töluvert hærra. En þó fóru bílar af öllum stærðum (sem á  annað borð komast þessa leið) þar yfir. En við þessu má svosem  búast á þessum stað, þar sem Jökulsáin er aðeins örfáum metrum frá vaðinu og þar gætir "flóðs og fjöru" eftir vexti árinnar. Og á meðan í flestum fljótum (öðrum en jökulfljótum) gætir árstíðamunar í vöxtum, sbr. vorleysingar þá eru dægursveiflur í jökulám, þar sem þær eru  mestar á kvöldin eftir sólbráð dagsins. 


mbl.is Öskjuleið ófær vegna vatnavaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 322
  • Frá upphafi: 420197

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 232
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband