13.8.2010 | 15:07
Hús dagsins: Þrjú hús (þ.a. ein kirkja) í Eyjafjarðarsveit, eftir Sveinbjörn Jónsson
Ég hef í sumar haldið mig nokkuð við hús Sveinbjarnar Jónssonar, sem jafnan er kenndur við Ofnasmiðjuna og hér eru nokkur þeirra til viðbótar. Húsin sem hann ýmist teiknaði, byggði eða kom að byggingu á, bara á Eyjafjarðarsvæðinu skipta tugum og sennilega hefði ég getað haldið úti þessum pistlum í svipaðan tíma (14mánuði) með svipuðu millibili og hingað til eingöngu um hús Sveinbjarnar. En hér birtast þrenn hús sem Sveinbjörn teiknaði og byggði úr R-steini árin 1920-25. Standa þau rétt framan Akureyrar en handan ár, og eitt raunar beint á móti.
Íbúðarhúsið að Syðri- Varðgjá stendur ofan við Vaðlareit, beint á móti Akureyri. En húsið er reist sumarið 1920 og er því með fyrstu R-steins húsunum. En fyrsta slíka húsið, Oddeyrargata 15 er jafn gamalt. Ábúendur þá munu hafa verið þau Stefán Stefánsson og Aðalbjörg Hermannsdóttir. En þau bjuggu hér frá 1904 til 1939. Árið 1990 hafði húsið skipt um ábúendur fjórum sinnum, síðast 1958 og eftir því sem ég best veit er enn sami ábúandi og þá. Fjárhús og hlaða eru sambyggð íbúðarhúsinu sem sjá má en þau komu nokkrum árum seinna eða 1927. Þessi mynd er tekin með aðdrætti frá vegamótum Leiruvegar og Eyjafjarðarbrautar Eystri.
Árið 1921 teiknaði Sveinbjörn hina glæsilegu kirkju við Kaupang, en hún var reist 1922 úr R-steini og vígð um jólaleytið það ár. Þetta glæsilega Guðs hús stendur um 6km frá Akureyri. Hún er nokkuð sérstæð að gerð og helsta sérkenni hennar er staðsetning turnsins á NV horni en eins og er alkunna er hefðin jafnan sú að kirkjuturnar séu á miðju, annað hvort uppá mæni eða framan við kirkjuskipið sjálft. Kaupangskirkja, sem tekur 90 manns í sæti, mun hafa verið tekin öll í gegn að innan árið 1988 og á henni virðist vera nýlegt þak. Þessi mynd er tekin frá Eyjafjarðarbraut eystri. Í baksýn eru klapparholt í hinu 700 m háa Kaupangssveitarfjalli. Það er kennt við sveitina sem aftur er kennd við Kaupang.
Hið forna burstabæjarform var Sveinbirni nokkuð hugleikið enda teiknaði hann þó nokkuð af þannig húsum.Eitt þeirra var íbúðarhúsið sem hann byggði sér að Knarrarbergi sem hér sést til hliðar. Knarrarberg stendur um 500m norðan við Kaupang. En það hús teiknaði hann og reisti 1924-25 og árið 1925 stofnaði hann þar nýbýli ásamt konu sinni, Guðrúnu Björnsdóttur. Hún var mikill garðyrkju- og hússtjórnarfrömuður og stundaði hún þarna húsmæðrakennslu. Bjuggu þau í Knarrarbergi til 1938 er þau fluttu suður til Reykjavíkur. En áður en þau fluttu hingað bjuggu þau í Gömlu Gróðrarstöðinnivið Eyjafjarðarbraut. Eitthvað hefur byggt við húsið í gegn um tíðina en það er tiltölulega lítið breytt annars og er vel við haldið. Þarna er einnig mjög gróskumikil garður, og mikil trjárækt. Nafnið Knarrarberg er dregið af því að skammt norðan bæjarins er Festarklettur en þar mun landnámsmaður Eyjafjarðar, Helgi magri hafa lagt skipi sínu, knerri en það voru einskonar flutningaskip landnámsmanna. Þá hefur sjórinn náð mikið lengra fram í fjörð en nú er þessi staður um 2km frá flæðarmáli. Myndirnar eru allar teknar sl. mánudag, þann 9.ágúst en þá brá ég mér í hjóltúr um þessar slóðir í brakandi blíðu og um 20°C.
Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson (1996). Byggingameistari í stein og stál; Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Fjölvi.
Guðmundur Steindórsson, Jóhann Sigvaldason, Kristján Sigfússon (ritnefnd). (1993). Byggðir Eyjafjarðar 1990. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sérstök kirkjan..ég hef ógurlegan áhuga á kirkjubyggingum :)
Ragnheiður , 14.8.2010 kl. 11:42
Já Kaupangskirkja er harla sérstök að gerð en stórglæsileg fyrir því. Á þeim tíma sem hún var byggð hefur hún sennilega þótt sérstaklega framúrstefnuleg því þá voru kirkjur með "óhefðbundnu" lagi mun sjaldgæfari en nú.
Arnór Bliki Hallmundsson, 14.8.2010 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.