Hús dagsins: Aðalstræti 10; Berlín

Aðalstræti 10 reistu þeir Sigvaldi og Jóhannes ÞorsteinssyniP7310008r árið 1902. Var þetta verslunarhúsnæði frá fyrstu tíð og var verslunin á neðri hæð en íbúðir þeirra bræðra á efri hæðinni. Á gömlum myndum má sjá að inngangur var á miðri framhlið og gluggar voru talsvert stærri. Verslun þeirra kallaðist Berlín og húsið hefur gengið undir því nafni síðan. Erlendar stórborgir hafa verið bræðrunum nokkuð hugleiknar því um áratug síðar reistu þeir sitt hvort stórhýsið í Hafnarstræti og kölluðu þau París (Sigvaldi) og Hamborg (Jóhannes). Verslað var í þessu húsi um áratugaskeið en nú eru í húsinu tvær íbúðir, hvor á sinni hæð og geymslurými í kjallara. Húsið er þó nokkuð breytt frá upphaflegri gerð en er samt sem áður til mikillar prýði og vel við haldið. Þessi mynd er tekin þ. 31.7. 2010 í Sögugöngu Minjasafns Akureyrar um Innbæinn og eins og sjá má var hún vel sótt. (Þetta er raunar aðeins hluti þátttakenda sem sést á myndinni!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband