Hlíðarskál með mánaðar millibili.

p9300003.jpg  P8300081

Fyrir um mánuði síðan fjallaði ég um Hlíðarskál og setti þá inn myndina hér hægra megin. Hún er tekin 30.ágúst, fyrir réttum mánuði. Nú í kvöld átti ég leið uppá Súlumýrar og tók þá myndina vinstra megin. Hún er þ.a.l. tekin 30.sept þ.a. á milli myndana er réttur mánuður. Eins og sjá má hefur fönnin látið enn meira undan; sjá má t.d. í fönninni vinstra megin í skálinni grjót eða sandblett sem rétt er byrjað að bráðna ofanaf 30.8. en 30.9. er þetta efsta lag yfir blettinum nánast alveg farið, auk þess sem fönnin er snöggtum minni. Þetta gerist þrátt fyrir að komið hafi haustsnjóar og Hlíðarfjallið um tíma verið alhvítt í þessari hæð fyrir 1-2vikum síðan. Þessir fyrstu haustsnjóar hafa meira og minna látið undan miklum hlýindum sem hafa verið ríkjandi þessa vikuna. Hitinn að öllu jöfnu 10-15°C, sól og hressilegir sunnanvindar hafa verið ríkjandi. Og á morgun byrjar október.*

*Reyndar getur  10-15°C hiti og sunnanátt komið í hvaða mánuði sem er, jafnvel í janúar og febrúar. Því fylgja þá ógurlegar asahlákur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll. Ég hef verið að skoða snjóskaflamyndirnar hjá þér. Heldur þú að skaflarnir séu minni nú en áður hefur þekkst?

Taktu endilega góða mynd áður en norðanáttin skellur á eftir miðjan mánuðinn.

Emil Hannes Valgeirsson, 10.10.2010 kl. 22:01

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þakka innlit og athugasemd. Hafði hugsað mér að smella mynd af skálinni áður en vetrarsnjór fer að "kikka inn", það hlýtur að gerast á allra næstu vikum. Skaflarnir eru eftir því sem mér sýnist svipaðir og undanfarin sumur, sennilega töluvert minni en í fyrra þó. Hef þó séð þær minni t.d. sumurin 2003 og 4.

Arnór Bliki Hallmundsson, 12.10.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband