Eins gott að þá var ekki þotuöld ;)

p7240162.jpgDrottning íslenskra fjalla, Herðubreið, 1682m y.s.  er af gerð fjalla sem nefnast móbergsstapar. Þeir eru taldir myndaðir í dyngjugosum sem verða undir jökli; það eru að öllu jöfnu löng hraungos sem hlaða upp dyngju á borð við t.d. Skjaldbreið. En ef hraun getur ekki runnið t.d. vegna sjó eða yfirliggjandi jökuls hleðst hraunið upp í stafla og þegar jökull hörfar verður eftir stapi. Herðubreið er talin mynduð undir ísaldarjökli fyrir um 20 þúsund árum. Menn geta rétt ímyndað sér magnið af ösku og viðbjóði sem íshellan sem þá lá yfir landinu  hefur spúið upp þegar "Herðubreiðargosið" stóð yfir.  Og það hefur sennilega staðið í drjúgan tíma. Það hefði sennilega orðið lítið um flugumferð þá Wink.

 

Meðfylgjandi mynd af Herðubreið er tekin í Herðubreiðarlindum á góðviðrisdegi, 24.júlí, sl. sumar.


mbl.is Áhrif ösku á þotuhreyfla skýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 471
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband