"Gömul brú að landi skríður" II : Brúin hin nýja

pb140064.jpgÍ síðasta pistli var ég að fabúlera um  misskilning á dægurlagatexta og setti inn í tengslum við það mynd af einni af hinum 87 ára Þverbrautarbrúm, nánar tiltekið þeirri vestustu og stystu sunnan flugvallar. Nú liggur flugbrautin reyndar yfir gamla veginn örfáum metrum frá sporði þeirrar brúar. En í framhaldi af því er kannski rétt að birta mynd af brúnni og veginum sem tók við af þeim gömlu; Leiruveginn. Hann var lagður 1986, er nokkrum árum yngri en mjög svipaður vegarkafli sem er vegurinn yfir Borgarfjörð.  Hér er horft yfir Leiruveg og yfir á Innbæinn og Bæjarbrekkurnar ofan úr Vaðlaheiði þann 14.nóvember 2009.  Í forgrunni eru barrtré í Vaðlareit. Gatnamótin fyrir miðri mynd  geta stundum reynst varasöm, þ.e. beygjur og sveigjur geta villt þeim sýn sem koma framan að sýn þ.a. þeir vanmeta fjarlægðina í bílana sem koma austan og vestan að. Þarna hefði ég jafnvel sagt að sniðugt væri að hafa hringtorg.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband