Hús dagsins: Brekkugata 23-29

p6170059.jpgHér er kannski frekar um að ræða götu dagsins en meðfylgjandi er húsaröð við Brekkugötu. Brekkugata liggur skáhallt uppúr Miðbæ Akureyrar og að norðausturhorni Brekkunnar að Hamarkotsklöppum. Oddeyrargata gengur svo skáhallt í gagnstæða átt og sker götuna við Amtsbókasafnið sem er nr. 17. ( Það munar ca. 50m að Bókasafnið nái inn á þessa mynd). Neðan Oddeyrargötu er elsti hluti götunnar, þar eru hús frá 1900-1915 en efri hlutinn byggðist að mestu eftir 1920. Hús nr. 19 og 21 voru eldri en þau hafa nú bæði vikið, hið fyrra fyrir áratugum síðan en nr. 21, sem byggt var 1906 var rifið í júní 2002. Það hús var tvílyft timburhús með lágu risi, bárujárnsklætt á háum kjallara. En að húsunum á myndinni.

Talið frá vinstri er fyrst Brekkugata 23. Það er tvílyft steinhús með háu risi og miðjukvisti, byggt árið 1926. Það er með lagi gömlu timburhúsanna en það var ekki óalgengt með eldri steinsteypuhús; menn fóru varlega í að þróa steinsteypustíl. Hinsvegar er  skrautstíll á kvisti og göflum næsta húss, Brekkugötu 25 en það er árinu eldra, byggt 1925. Bogadregnir kantarnir eru undir áhrifum frá svokölluðum Jugendstíl- en hann er enn meira áberandi á næsta húsi, 27A sem byggt var 1930. Á milli 25 og 27a gengur Sniðgata. Númer 27 er reist 1924, einlyft steinsteypuhús með sérstöku kantskrauti, einskonar tröppum. Númer 29 sem byggt er 1926 er tvílyft fjórbýlishús með risi og á því húsi eru tvær burstir- en burstabæir veittu stundum innblástur við byggingu timbur- eða steinhúsa. Myndin er tekin um tvöleytið aðfararnótt 17.júní 2010. (Myndin minnir kannski á það að eftir tæpar tvær vikur eru vetrarsólstöður og daginn fer því senn að lengja ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband